Header

Um félagið

Upphaf félagsins má rekja aftur til ársins 2008 þar sem Ólafur Baldursson sat við eldhúsborðið heima hjá foreldrum sínum og var að undirbúa sig fyrir hjólreiðakeppni frá Reykjavík til Akureyrar. Móðir Óla horfir á hann og segir „Óli minn, þú ert bjartur“. Óli stóð upp frá eldhúsborðinu og vissi strax að þarna var komið nafn á félagið sem hann ætlaði að skrá til keppni. Engar hetjusögur fara af þessari Akureyrarferð, en síðan þá hefur félagið safnað til sín öllum bestu hjólreiðamönnum landsins.

Íþróttafélagið var formlega stofnað 19. október 2011 og er Bjartur fyrsta hjólreiðafélagið í Hafnarfirði. Allir félagar hafa það sameiginlegt að elska hjólreiðar og eru ekkert að taka sig of alvarlega. Félagar í Bjarti hafa verið sýnilegir í öllum helstu hjólreiðakeppnum landsins.

Allir eru velkomnir í félagið sem geta hjólað. Stjórnin er skipuð fimm trúðum sem líta á sig sem skraut. Eitt af markmiðum stjórnar er að tryggja að félagsmenn fái frið til að hjóla.

2009: Bjartsmeistari var Bogi Leiknisson og jafnframt valin „Bjartasta vonin“
2010: Bjartsmeistari var Helgi Hinriksson og „Bjartasta vonin“ var Árni Magnússon.
2011: Bjartsmeistari og Bjartasta vonin var Viktor Þór Sigurðsson.
2012: Bjartsmeistari var Valgarður Guðmundsson og „Bjartasta vonin“ var Haukur Magnússon.
2013: Bjartsmeistari Victor Þór Sigurðsson
2014: Bjartsmeistari Valgarður Guðmundsson

Stjórn félagsins 2017-2018
Forseti: Örn Hrafnkelsson, Netfang: orn(at)landsbokasafn.is, Sími: 698-1988
Meðstjórnendur: Ingvar Júlíus Tryggvason, Valur Rafn, Eyrún Linnet, Gnýr Guðmundsson, Gunnar Stefánsson, Valgerður Jóhannsdóttir & Róbert Pétursson

Hér má sjá Lög félagsins.

Siðareglur

  • Elskaðu alla og njóttu þess að hjóla.
  • Fyrir okkur gilda líka umferðareglur þegar við erum á götum bæjarins.
  • Við snýtum okkur ekki hjólandi fyrir framan einhvern og böðum hann í hor.
  • Við tökum framúr vinstra megin.

Bjartur 2009: fv. Viktor (liggur), Jóhann, Steini, Addi, Helgi, Magni, Bergþór, Hugi, Óli

Bjartur 2010: fv. Viktor, Beggó, Bogi, Gísli, Biggi; Óli; Steini og Hugi

 

Bjartur árið 2010 eftir Ástjarnarsprettinn.

Bjartur árið 2011 eftir Ástjarnarsprettinn

 

Hjólreiðafélagið Bjartur 2012

 

Bjartur 2013

Hjólreiðafélagið Bjartur 2013