Header

Tölum hjólreiðar upp!

apríl 13th, 2015 | Posted by admin in Félagar

Bjartur á facebook

Nú eru nokkrir dagar í sumardaginn fyrsta og hér er uppfærsla á því helst sem hefur gerst og er framundan hjá okkur. Aðalfundur var haldinn 19. mars og var öll stjórnin endurkosin og almenn sátt með niðurstöðu síðasta árs. Í stjórn sitja Arnar Geirsson formaður, Gunnar Stefánsson gjaldkeri, Örn Hrafnkelsson ritari, Kristinn Samsonarson og Ólafur Baldursson meðstjórnendur. Hér er hlekkur í ársreikninga og eins og sést hefur félagið nægt handbært fé milli handa. Stjórnin ákvað að færa þeim félögum sem höfðu greitt félagsgjaldið fyrir 19. mars gjafabréf í TRI fyrir 12.000,- kr.

Tölum hjólreiðar upp, virðum umferðarreglur og eigum góð samskipti!

Bjartur leggur mikla áherslu á góð samskipti. Við trúum því að þú eigir stóran þátt í að skapa hjólreiðarmenningu sem er að myndast hér á landi. Sýnum háttvísi bæði á hjólinu og án þess. Ekki vera með niðrandi athugasemdir á samfélagsmiðlum um félaga, félag, mótshaldara eða aðra í hjólahreyfingunni.

Taktu þessa daga frá!

  • 9. maí kl. 16:30, viðgerðanámskeið fyrir félagsmenn í TRI
  • 23. maí kl. 12:00, Hjóladagur Hyundai í Kauptúni og partý um kvöldið
  • 27. maí kl. 19:00, CUBE Prologue I á Krísuvíkurvegi

Eltu okkur hér!

Æfingar og aukaæfingar

Fastar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00 og sunnudögum kl. 9:00. Aukaæfingar eru stundum á laugardögum. Boðað er til æfingar með viðburðum á Facebook. Hjólað er frá tveimur stöðum. Á sunnudögum og mánudögum er farið frá Ásvallalaug. Á miðvikudögum og á aukaæfingum frá Pallettunni á Norðurbakka.

Hjólafatnaður merktur Bjarti

Þeir sem hafa áhuga að klæðast flottasta hjólafatnaði landsins hafa nú beint samband við TRI

Gerast félagi í Bjarti?

Skráðu þig fyrir 12.000,- kr. á ári, allar nánari upplýsingar eru hér bjartur.org/gerast_felagi/

Notaðu Instagram og hashtag-ið #bjarturcc til að fanga augnablikið með okkur og hjólinu!


Sumarkveðja, stjórnin!

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//