Header

Skemmtiferð Bjarts í sveitina

apríl 21st, 2015 | Posted by admin in Félagar

skorr

Bjartur ætlar að skemmta sér í Skorradal helgina 16.-17. maí, og verðum við í tveimur sumarbústöðum í landi Vatnsenda sem er við vatnið norðanvert. Við hittumst við Ásvallalaug kl. 8:30 á laugardagsmorgun og leggjum í hann korteri seinna.

Áætlað er að byrja að hjóla um ellefuleytið. Leiðin verður um léttan línuveg upp úr Skorradal og niður Lundareykjadal og um kvöldið grillum við saman ríkisborgara og förum í endurheimt. Heitu pottarnir verða á sínum stað. Á sunnudeginum verður ræst með kjarngóðum morgunverði og farið verður hringinn í kring um vatnið, skógarstíga eða sveitarrúnt. Áætluð heimkoma er um kaffileytið á sunnudegi.

Kostnaður á mann er 2.000,- kr. Sameinast verður í bíla og eldsneytiskostnaður deilist á farþega. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á föstudeginum verður ferð úr bænum kl. 19 og tekinn auka hjólatúr í dalnum eða nágrenni hans um kvöldið, en þá þarf að hafa nesti fyrir kvöldið og laugardagsmorguninn.

Athugið að það er takmarkað gistirými ca: 25 í rúmi eða koju, svo fyrstur kemur fyrstur fær. Einhverjir gætu því þurft að láta sér duga dýnu á gólfi. Svo er líka í boði að mæta bara og sleppa gistingunni.

Flutningur á hjólunum: Erum með toppgrindur, festingar á dráttarkúlur og svo kerrur, þannig að öll hjól komast með.

Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 12. maí hjá Jóhanni j.samsonarson@gmail.com eða Hallgrími hallithorvalds@gmail.com en þeir veita allar nánari upplýsingar.

skorrgrupp

Línuvegurinn hans Halla reyndist mörgum erfiður í fyrra. Samkvæmt heimildum verður leiðin ekki eins erfið í ár.

 

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//