Header

Samhjól á gamlársdag – 31. desember 2013

desember 16th, 2013 | Posted by admin in Allgemein

Samhjól á gamlársdagsmorgun. Hjóluð verður skemmtileg leið sem hentar öllum og eftir túrinn verður hægt að fara í heitu pottana í Sundhöll Hafnarfjarðar.

Lagt verður stundvíslega af stað kl. 9:01 frá Sundhöll Hafnarfjarðar. Hjólað verður í tæplega einn klukkutíma á hraða sem hentar öllum og verður hópnum reglulega safnað saman.  Leiðin er stutt og að mestu flöt.

Eftir túrinn er síldarveisla í andyri Sundhallarinnar og hægt verður að skella sér í heitu pottana til kl. 11. Munið eftir sundfötum og góða skapinu.

“Gamla” sundhöllin er á Herjólfsgötu 10 í vesturbæ Hafnarfjarðar. Ef hjólaður er strandstígurinn þá er ekki annað hægt en að rekast á hana. Sundhöllin var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði og er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft og rómaða umhverfi.

Kort: http://goo.gl/maps/xEW9l

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//