Header

Liðin í Bláalónsþrautinni – BJARTUR

júní 4th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir

Frá vinstri: Magni, Viktor og Kristinn. Á myndina vantar Róbert og Guðlaug

Nú styttist óðum í fjallahjólakeppnina þar sem Bjarts félagar etja kappi í nokkrum liðum. Fyrsta liðið sem kynnt verður til leiks fékk nafnið „BJARTUR“. Við hefðum alveg eins geta kallað það „Úrvalsliðið“, „Þeir ósnertanlegu“ eða bara „Strákarnir okkar“. Við í félaginu erum afar stoltir af liðinu og vonum að þeir sýni tennurnar á sunnudaginn kemur. Liðið er skipað þaulreyndum hjólreiðamönnum, Victory, Magnað, Samsohn, El Gigante og Gulla

Meðalaldur: 42,2 ár
Veikleikar: Hár meðalaldur
Styrkleikar: Nýleg hjól og allir tæknilega vel lesnir
Markmið: Stinga “Koltrefja Kóngana” af

Nr.    Nafn
232    Guðlaugur Stefán Egilsson
123    Kristinn Samsonarson
120    Magni Þór Samsonarson
126    Róbert Pétursson
110    Victor Þór Sigurðsson

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//