Header

CUBE Prologue

Hjólreiðafélagið Bjartur hefur haldið CUBE Prologue síðan 2012. Þetta er götuhjólakeppni þar sem hver keppandi er ræstur af stað með 30 sekúnda millibili. Hjólaðir eru 7,2 km niður Krísuvíkurveginn í Hafnarfirði. Sigurvegari er sá sem er með flest stig úr þremur keppnum. 3 bestu tímarnir samanlagðir gilda ef 2 eða fleiri enda með sama samanlagðan stigafjölda í verðlaunasætum. Keppt er í tveimur flokkum: Götuhjóla-flokki (TT-stýri ekki leyfð) og Opnum flokki (TT)

Mótin
Cube Prologue I, 13. júní 2018 kl: 19:00
Cube Prologue II, 18. júlí 2018 kl: 19:00
Cube Prologue III, 15. ágúst 2018 kl: 19:00

Ræsing hefst stundvíslega kl. 19:00 efst á Krísuvíkurvegi

 

Skráning fer fram á hjolamot.is frá og með 5. maí.

Ofangreind gjöld eru í íslenskum krónum og miðast við einstakling.
Eftir keppni verður boðið uppá léttar veitingar.
Verðlaunaafhending fer fram í Ásvallalaug strax að lokinni keppni.
Veitt verða verðlaun í keppnum 1-3 fyrir bestu tímanna í hverjum flokki. Í lokamótinu verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.
Aðalstyrktaraðili er TRI VERSLUN á Suðurlandsbraut 32.

Spurt og svarað

Hvað er prologue? Í hjólaheiminum eru prologue keppnir notaðar til að ákveða hver á að klæðast „gulu“ treyjunni. Okkur í þótti nafnið svo elegant að við ákváðum að kalla þessa stuttu keppni okkar prologue. Enda er vegalengdin í takti við það sem tíðkast í prologue. Allir sem náð hafa 18 ára aldri eru velkomnir að taka þátt.

Hver á besta tímann frá upphafi? Hafsteinn Ægir Geirsson á besta tímann frá upphafi 6 mín og 13 sekúndur. Meðalhraðinn á honum var 69 km/klst. Besta tíma kvenna á Birna Björnsdóttir 7 min og 14 sekúndur. Meðlhraðinn á Birnu var því 59 km/klst.

Hvað þýðir TT? TT stendur fyrir „time trial“ eða einfaldlega tíma-taka. TT er einstaklingskeppni þar sem einn er ræstur í einu með frá 30 sek til 5 mínútna millibili. Í tímatöku er óheimilt að nýta sér kjölsog annars keppenda eða faratækis. Sá stendur uppi sem sigurvegari sem er með besta tímann.

Hver er munurinn á opnum- og racer flokki? Í opnum flokki eru allar tegundir reiðhjóla án vélbúnaðar leyfð, TT hjól, fjallahjól, þríhjól, ömmuhjól osfrv. Í racer flokki er keppt á hefðbundnum götuhjólum án sérstaks búnaðar eða klæðnaðar til að draga úr vindmótstöðu.

Hvað gerist ef keppandi missir af rástímanum sínum? Hver keppandi fær úthlutað einum rástíma. Það er á ábyrgð keppandans að mæta á réttum tíma að ráslínu. Sjá nánar keppnisreglur Prologue á hjolamot.is

Hvernig er tímatöku háttað? Ræstar eru tvær klukkur samtímis við ráslínu og endamark. Þær eru látnar telja án þess að stoppa þar til seinasti keppandi er kominn í mark. Þegar keppandi er kominn í mark er rástími hans dreginn frá heildartíma sem gefur þann tíma sem tók viðkomandi að hjóla brautina. Þannig fær sá sem fyrstur ræstir 0sek í frádrátt, sá sem ræsir 2. Fær 30sek í frádrátt, 3. 60sek og svo koll af kolli.

Hvað er maður lengi að hjóla frá Ásvallalaug að ræsingu? Það eru ca. 10 km. frá Ásvallalaug að rásmarki. Það má reikna með að það taki 25 -30 min að hjóla þangað og sterkur mótvindur getur tafið fyrir.

Fyrir hvað stendur CUBE? CUBE eru þýsk gæðahjól sem seld eru í versluninni TRI Suðurlandsbraut 32.