Header

Hjólreiðasamband Íslands krýnir bikarmeistara og kýs hjólreiðafólk ársins 2014

desember 11th, 2014 | Posted by admin in Allgemein

hjolreidafolk_arsins

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) krýndi sína fyrstu bikarmeistara við verðlaunaafhendingu 2. desember sl. Jafnframt var tilkynnt við þessa verðlaunaafhendingu hverjir hefðu verið kosnir sem hjólreiðakona og hjólreiðakarl ársins 2014 og efnilegastu unglingar í kvenna­ og karlaflokki fengu viðurkenningar.

Á árinu 2014 var keppt í þremur bikarkeppnum í mismunandi keppnisgreinum hjólreiða innan HRÍ, en þessar keppnisgreinar voru götuhjólreiðar, tímataka og fjallahjólreiðar. Í öllum þessum greinum voru haldin 4 bikarmót sem dreifðust yfir allt sl. sumar. Bikarmeistarar voru sem hér segir:

Götuhjólreiðar
Kvennaflokkur: María Ögn Guðmdundsdóttir, Tindur
Karlaflokkur: Hafsteinn Ægir Geirsson, Tindur

Tímataka
Kvennaflokkur Birna Björnsdóttir, 3SH
Karlaflokkur Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH

Fjallahjólreiðar
Kvennaflokkur María Ögn Guðmundsdóttir, Tindur
Karlaflokkur Ingvar Ómarsson, Tindur

Nánari úrslit má sjá á vefsíðu HRÍ, www.hjolamot.is

Aðildarfélög HRÍ kusu hverjir yrðu tilnefndir sem hjólreiðafólk ársins 2014. Úrslit úr þessari kosningu fóru á þá leið að María Ögn Guðmundsdóttir úr hjólreiðafélaginu Tindi var kosin hjólreiðakona ársins. Í karlaflokki var það Ingvar Ómarsson sem hlaut þennan heiður, en hann er einnig í hjólreiðafélaginu Tindi. Bæði áttu þau frábært keppnistímabil að baki og eru vel að að þessum heiðri komin.

Að lokum voru efnilegustu unglingarnir heiðraðir með sérstakri viðurkenningu. Í kvennaflokki var það Kristín Edda Sveinsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem var kosin efnilegasti unglingurinn í kvennaflokki. En þess má til gamans geta að þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Í karlaflokki var það Óðinn Örn Einarsson úr hjólreiðafélaginu Hjólamenn sem var kosinn efnilegasti unglingurinn.

­­­­­­Um HRÍ:
Hjólreiðasamband Íslands var stofnað 20. júní sl. og er 30. sérsambandið innan ÍSÍ. Hjólreiðaíþróttir eru í dag stundaðar innan vébanda fimm héraðssambanda/íþróttabandalaga í átta félögum/deildum en íþróttin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Stjórn HRÍ er þannig skipuð:

David Robertsson (Tindur), formaður
Albert Jakobsson (Hjólreiðafélag Reykjavíkur), meðstjórnandi
Arnar Geirsson (Bjartur), meðstjórnandi
Sigurgeir Agnarsson (Hjólamenn), gjaldkeri
Þorgerður Pálsdóttir (Tindur), ritari.

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//