Header

Hjóladagur Hyundai 23. maí

maí 1st, 2015 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir

hjoladagur_01

Hjóladagur Hyundai verður haldinn í annað sinn þann 23. maí næstkomandi í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn í fyrra tókst með eindæmum vel og var þátttaka góð bæði meðal þeirra sem vildu spreyta sig á verðlaunasæti en ekki síður meðal þeirra sem vildu taka fjölskylduna með í skemmtilegan hjólatúr um Heiðmörk. Laugardaginn 23. maí næstkomandi flautum við aftur til leiks stundvíslega kl. 12:00 við höfuðstöðvar Hyundai Kauptún 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12:45

hyundai_kauptun

Hjólreiðafélagið Bjartur hefur veg og vanda af lagningu hjólaleiðanna sem verða með breyttu sniði og meira krefjandi fyrir keppnisflokka kvenna og karla en eins og í fyrra verður sérstök áhersla lögð á að hjólaleiðin fyrir fjölskylduna sé skemmtileg upplifun með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum þar sem fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf akstursleiðir bíla.

Flokkar og tímasetning

Keppt verður í flokki karla og kvenna. Keppnisflokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 15 km. langa braut um Moldargötur og inn á Grásteinsstíg. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega leið í umhverfi Heiðmerkur.

Glæsileg verðlaun

Fyrstu verðlaun í flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Grillmarkaðinn að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

TRI CUBE

Reiðhjólaverslunin TRI umboðsaðili CUBE verður með aðstöðutjald og útstillingar á nýjum hjólum á staðnum. Þátttakendur geta fengið aðstoð fagmanna og ráðleggingar um stillingar og grunnviðhald hjólanna auk þess sem CUBE stendur fyrir 1 km sprettþraut verður haldin í sýningarsal Hyundai. Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning

Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á hjóladaginn sjálfan laugardaginn 23. maí. Vinsamleg ábending til þeirra sem skjá sig hjá Hyundai á laugardeginum er að mæta ekki síðar en 11:15

Grillveisla og verðlaunaafhending

Að keppni lokinni, meðan verðlaunaafhendingin fer fram, býður Hyundai og Hjólreiðafélagið Bjartur öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//