Header

Halldór einfaldlega bestur!

apríl 11th, 2015 | Posted by admin in Keppnir
Halldór Halldórsson

Indoor Prologue Champion 2015

Í dag fór fram keppnin “Indoor Prologue Champion 2015” sem fellst í því að hjóla 7.2 kílómetra á sem skemmstum tíma inni. Gleðipúkinn og díselvélin Halldór Halldórsson kom engum á óvart og sigraði á nýju heimsmeti en hann hjólaði vegalengdina á 6 mínútum og tíu sekúndum.

Í öðru sæti og aðeins 7 sekúndum á eftir Halldóri varð Gísli Ágúst Guðmundsson á 06:17. Jóhann Thorarensen sem veðbankarnir spáðu fyrsta sætinu kom þriðji í mark á tímanum 06:35. Þessi keppni var loka tíminn í HjólTRX hjá elin.is og þar með er búið að sleppa innpúkunum út í sumarið. Virkilega flottur og skemmtilegur hópur sem mun nú verða sýnilegri á götum bæjarins.

Hér má sjá úrslit úr mótinu.

Indoor Prologue Champions 2015

F.v. Gísli Ágúst, Halldór og Jóhann

indoor_prologue_004

Ingó Eitís og Hreiðar gefa allt i þetta

indoor_prologue_001

Hópurinn sem lét reyna á sig

 

 

 

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//