Header

Fjarðarspretturinn – XCE keppni á fjallahjólum

maí 27th, 2013 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir

Laugardaginn 1. júní kl. 16 verður fjallahjólamót í tenglsum við menningarhátíðina “Bjartir dagar” í Hafnarfirði. Hjólaður verður hringur í miðbæ Hafnarfjarðar á fjallahjólum. Hringurinn er um 600 metrar. Sérstök braut verður lögð þar sem keppendur verða að hjóla yfir torfærur, trjádrumba, upp og niður tröppur og annað sem hentar betur fjallahjólum. Keppnin er hröð, skemmtileg og áhorfendavæn. Áhorfendur geta fylgst með keppninni frá Thorsplani. Skráning í mótið fer fram á hjolamot.is

Keppnisfyrirkomulag verður þannig að skipt verður niður í karla- og kvennaflokka. Sjá nánar um keppnisfyrirkomulagið hér og kort af leiðinni. Eftir keppni verður verðlaunaafhending á Thorsplani og hjólreiðafélagið Bjartur mun leiðbeina og skoða ástand allra hjóla fyrir börn og unglinga.

Dagskrá.
15:00 – 16:00  Öllum boðið að hjóla með Bjarti skemmtilegan hring í Firðinum.
16:00 – 18:00  Fjarðarspretturinn – XCE keppni á fjallahjólum

Dæmi um erlendar fyrirmyndir:

arni_magg

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//