Header

Úrslit úr CUBE Prolouge #1

apríl 25th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir | Úrslit - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr CUBE Prolouge #1)
Stefán Guðmundsson

Stefán Guðmundsson

Í gærkvöldi fór fram fyrsta CUBE Prolouge keppni Bjarts af fjórum. Rúmlega 70 manns luku keppni sem er nýtt og glæsilegt þáttökumet í tímatöku. Besta tíma karla í opnum flokki átti Hafsteinn Ægir Geisson 8:03. Í opnum kvennaflokki átti María Ögn Guðmundsdóttir besta tímann 9:47. Í racer flokki átti Pálmar Kristmundsson besta tíma karla, 9:02 en Sunna Björg Helgadóttir í kvennaflokki, 11:34. Að keppni lokinni var boðið upp á léttar veitingar í Ásvallalaug í boði TRI, söluaðila CUBE á Íslandi. Freyja sá svo til þess að allir fengju nægjanlegt magn af súkklaði með kaffinu.

Bjartur þakkar keppendum og áhorfendum kærlega fyrir skemtilegt kvöld og vonast eftir að sjá sem flesta aftur í næsta móti þann 23. mai.

Úrslit úr kvennaflokkum

Úrslit úr karlaflokkum

Hér má nálgast myndir sem Guðmundur Guðnason tók

 

Úrslit í Topcon mótaröðinni

ágúst 25th, 2011 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir | Úrslit - (3 Comments)

Miðvikudaginn 24. ágúst fór fram fjórða og seinasta keppnin í Topcon mótaröðinni. Alls tóku þátt 58 keppendur í einu eða fleiri keppnum mótaraðarinnar. Topcon veitti vegleg verðlaun fyrir hverja keppni fyrir sig og einnig í fyrir átta efstu í karla- og kvennaflokki með samanlagðan tíma úr þremur keppnum.
Það voru 31 keppandi sem kláruðu eina keppni, 8 sem kláruðu tvær keppnir og 19 sem kláruðu þrjár eða fjórar keppnir.

Hafsteinn Ægir Geirsson

Maria Ögn Guðmundsdóttir

Helstu úrslit eru:
Karlar:
1. Hafsteinn Ægir Geirsson 23:34
2. Hákon Hrafn Sigurðsson 24:24
3. Pétur Þór Ragnarsson 24:32
4. Torben Gregersen 25:21
5. Helgi Berg Friðþjófsson 26:27
6. Valgarður Sæmundsson 26:35
7. Steinn Jóhannsson 27:06
8. Jón Sigþór Jónsson 28:14
Konur:
1. María Ögn Guðmundsdóttir 28:11
2. Ásdís Kristjánsdóttir 29:41
3. Stefanie Gregersen 30:15
4. Margrét Pálsdóttir 30:32
5. Corrinna Hoffmann 34:22

Nánari úrslit
Myndir birtast síðar.
Enn og aftur vill Bjartur þakka Styrkaraðilum keppninar sem eru: Topcon, Myllan, Atlantsolía og SH

Úrslit í Topcon Prolouge #4

ágúst 25th, 2011 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir | Úrslit - (7 Comments)

Topcon #4 fór fram miðvikudaginn 24. ágúst við kjör aðstæður þar sem só yljaði okkur og herra vindur var ekki mikill þetta kvöld. Mættir voru 27 keppendur til leiks og þeir ræstir með 30 sekúndu millibili.
Árangur kvöldsins var góður þar sem menn voru að setja sína bestu tíma fyrir utan fyrsta mótið þar sem keppendur fengu mikinn meðvind og náðu mjög góðum tímum.

Torben

Helstu úrslit eru eftirfarandi:

Konur 16 – 39:
1. María Ögn Guðmundsdóttir 09:50
2. Stefanie Gregersen 10:21
3. Margrét pálsdóttir 10:52

Konur 40 +:
1. Ásdís Kristjánsdóttir 10:11

Karlar 16 – 39:
1. Hafsteinn Ægir Geirsson 08:25
2. Hákon Hrafn Sigurðsson 08:27
3. Torben Gregersen 08:52

Karlar 40 +:
1. Gísli Ólafsson 08:57
2. Valgarður Sæmundsson 09:21
3. Steinn Jóhannsson 09:24

Nánari má sjá með því að smella á mynd hér að neðan:

Bjartur vill koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að keppnishaldi hvort sem það séu keppendur eða aðrir sem komu að einhverju leiti að keppnishaldinu.
Einnig vill Bjartur þakka styrktaraðilum keppninar Topcon, sem var aðalstyrktaraðili. Myllan fær miklar þakkir fyrir þessar frábæru veitingar sem voru á boðstólnum og einnig fær Atlantsolía þakkir.

Staðan í stigakeppni Bjartsmanna

júlí 27th, 2010 | Posted by admin in Félagar | Úrslit - (4 Comments)

Það eru fjögur mót sem telja til stiga í stigakeppni Bjartsmanna. Mótin sem um ræðir eru fjögur þar af tvö innanfélagsmót Meðalfellsspretturinn og Ástjarnarspretturinn og svo tvö opin mót Bláalónsþrautin og Tímakeppni Krýsuvíkurvegi . Bjartsmenn þurfa ekki að taka þátt í öllum þessum mótum því einungis árangur tveggja bestu viðburða gilda.

Staðan í stigakeppni Bjartsmanna

silber sehr schön

júlí 25th, 2010 | Posted by admin in Úrslit | Þríþraut - (85 Comments)

silber sehr shön

Bjartsmaðurinn Helgi fékk Silfur í þríþrautarling (hálf Ólympísk þraut) sem fram fór í morgun við ágætis aðstæður í Mekka Þríþrautarinnar í Hafnarfirði. Robbi Bjartsmaður stóð sig vel í að skipuleggja og græja og var þetta mót alveg til fyrirmyndar. Örn Bjartsmaður stóð sig vel sem starfsmaður, Birgir Bjartsmaður var með myndavélina og að hvetja fólk áfram og Beggó Bjartsmaður tók flottar myndir sem má sjá hér

Heildarúrslit eru svo hér