Header

Aðalfundur 27. mars

mars 11th, 2014 | Posted by admin in Félagar | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 27. mars)

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 og verður fundurinn haldinn í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst stundvíslega kl. 20:00 með skýrslu stjórnar.

Gullstangir

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins og er eftirfarandi:

 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 3. Gullstangir taldar og lagðar fram til samþykktar.
 4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 10. grein.
 6. Kosning í 5 manna stjórn félagsins;
  1. kosinn formaður,
  2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn.
 1. Kosning tveggja varamanna.
 2. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 3. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda.
 4. Önnur mál.

Fundi verður slitið í síðasta lagi kl. 22 og er þá er hugmyndin að halda í næsta hús til að skála.

Búið að ræsa flugmóðurskipið!

apríl 18th, 2013 | Posted by admin in Allgemein | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Búið að ræsa flugmóðurskipið!)

Næstkomandi miðvikudagskvöld, seinasta dag vetrar, fer fram fyrsta keppni af fjórum í CUBE prologue mótaröðinni.  Að venju er mikil spenna fyrir fyrstu keppni enda til mikils að vinna. Skránig í mótin fer fram á hinum nýja og glæsilega vef hjólreiðanefndar ÍSÍ, hjolamot.is  Bjartur lofar miklju fjöri, meðvind og almennu stuði á keppnisdag.

Þann 1. mai verður fyrsta fjallahjólakeppni ársins haldin á spánýrri braut, „Svartur“ í Vífilstaðahlíð. Á þessari 4,3 km braut er allt sem góð braut þarf að hafa – keppendur leggja svo sjálfir til blóð, svita og tár. Spariklæddir Bjartsmenn bjóða upp á brautarskoðun dagana: 21.Apríl kl 12:00 25.Apríl kl 19:00 28.Apríl kl 12.00.

831b425aeed4119908a2fe05e57839e4

Óbreytt stjórn Bjarts

febrúar 5th, 2013 | Posted by admin in Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Óbreytt stjórn Bjarts)

Fimm voru kosnir í stjórn Bjarts á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Engar mannabreytingar verða í stjórninni en hún er skipuð þeim Arnari, Kristni, Árna, Erni og Ólafi.

Tæplega 30 félagar mættu á aðalfundinn sem haldinn var í íþróttahúsinu við Strandgötu. Félagafjöldi hefur meira en tvöfaldast á einu ári og telur nú um 50 félaga. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 200 þúsund á síðasta ári og fór gjaldkeri ítarlega yfir reikninga og voru þeir samþykktir samhljóma.

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum 2012

ágúst 17th, 2012 | Posted by admin in Keppnir | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum 2012)

Hjólreiðafélagið Bjartur heldur Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum við Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar sunnudaginn 26. Ágúst kl. 10:00

Brautin er 8,7km að lengd og er hækkun 270m. Ræst verður við vestur enda vatnsins og er endamark á sama stað.

 

 

 

 

Brautarskoðun verður mánudaginn 20. Ágúst kl 19:00. Skráning hér

Kort af leiðinni er að finna hér. Keppendur eru hvattir til að kynna sér brautina vel fyrir keppnisdag.

Aldur Karlar Konur
15-16 ára 1 Hringur 1 Hringur
17-18 ára 2 Hringir 1 Hringir
19-29 ára 3 Hringir 2 Hringir
Meistaraflokkur (opinn) 3 Hringir 2 Hringir
H-30+ 3 Hringir 2 Hringir
H-40+ 3 Hringir 2 Hringir
H-50+ 3 Hringir 2 Hringir
A Flokkur 39 ára og yngri 2 Hringir 1 Hringur
A Flokkur 40 ára og eldri 2 Hringir 1 Hringur

 

Skráning er opin til kl 18:00 Föstudaginn 24. Ágúst. Keppnisgjald er kr 2.000.- Ekki verður möguleiki að skrá sig á keppnisstað. Einungis þeir sem skráðir eru í hjólreiðafélag innan ÍSÍ eru gjaldgengnir til keppni. Afhending númera fer fram í keppnistjaldi á keppnisstað á keppnisdag, milli kl 09:00 og 09:30.

Eftir keppni verður boðið upp á hádegisverð ala Bjartur.

Hjólreiðafélög innan ÍSÍ eru:  Bjartur, 3SH, HFR, Hjólamenn, Tindur, Ægir, Bjarmi.

 

 

Reykjanesmótið í götuhjólreiðum

apríl 26th, 2012 | Posted by admin in Keppnir | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Reykjanesmótið í götuhjólreiðum)