Header

Úrslit í Topcon Prolouge #2

maí 19th, 2011 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir - (3 Comments)

Topcon Prolouge II fór fram í ágætis veðri en keppendur fengu þó nokkurn mótvind. Það voru 32 keppendur sem tóku þátt og sem komu í markið með mismiklum látum (Pétur Þór). Hafsteinn Ægir og María Ögn fóru með sigur í 16 – 39 aldursflokknum. Steinn Jóhanns og Ásdís Kristjáns fóru með sigur í 40 +.

Eftir keppni kom fram athugasemd um að lokatímar væru ekki allir í lagi og eftir að hafa farið yfir tímana og í hvaða röð keppendur komu í mark urðu smá breytingar sem höfðu áhrif á úrslit 40 + í karlaflokki. Tilkynnt úrslit voru þau að Steinn í fyrsta, Valgarð í öðru og Trausti í því þriðja en eftir leiðréttingu verða úrslit eftirfarandi: Steinn í fyrsta, Einar Finnur í öðru og Valgarð í þriðja.

Keppnisstjórn vill því biðjast afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað.

Bjartur vill koma á þakklæti til styrktaraðila keppninar Topcon og öðrum velviljurum sem voru Myllan og SH.

Victor Þór jarðaði Bergþór!

maí 11th, 2011 | Posted by admin in Keppnir - (3 Comments)

Victor Þór, Ljósmynd: Kiddi

Félagarnir Victor Þór og Bergþór tóku þátt í fyrstu fjallahjólakeppni sumarsins sem haldin var í 10.05.2011 við Rauðavatn.
Victor Þór tók sig til og jarðaði Bergþór!
Victor fjárfesti fyrir stuttu í svaðalegu Focus Raven hjóli og lagði 50kg Trek hjólinu sem hann átti fyrir.  Sú fjárfesting er klárlega að skila sínu og þeir félagar alsælir með skipulagið og keppnina í heild sinni.
Helgi Berg sigraði keppnina í karlaflokki þess má geta að hann er á Focus hjóli og í kvennaflokki sigraði María Ögn á Scott.
Carbon –  Margeir var allur uppveðraður að keppni lokinni og gat varla komið upp orði þar sem hann náði að vera nokkrum sekúndum á undan Bjartsmönnum.
Úrslitin má sjá hér
Myndir frá keppninni smella hér. Ljósmyndari Kiddi
Myndir frá keppninni smella hér. Ljósmyndari Bergur Bergsson

Bjartsmenn voru með tvo fulltrúa í Hjólamanna TT á Krýsuvíkurvegi í gærkvöldi. Veðrið var gott! sólarlaust og léttur andvari.  Beggó frumsýndi carbon gjarðirnar sínar sem og hann hélt upp á afmælið sitt!.  Heiðursfélagi Bjarts var með krúsídúllur og tók þennan sprett sem ástandstékk fyrir þríþraut helgarinnar sem fram fer í Þýskalandi.

Annars eru félagsmenn að koma vel undan vetri og óðum að komast í keppnisgírinn.  Í næstu viku fer fram fyrsta fjallahjólakeppni ársins og Bjartsmenn mæta eflaust með fulltrúa í þá keppni

Tímataka Krýsuvík 4.5.2011, 20 km

Kvennaflokkur
Sæti Félag Flokkur Tími
1 María Ögn Guðmundsdóttir HFR H30 33:31,80
2 Ása Guðný Ásgeirsdóttir HFR H30 34:05,36
3 Ásdís Kristjánsdóttir SH (3SH) H40 35:51,32
4 Margrét Pálsdóttir HFR H30 36:20,01
5 Birna Björnsdóttir SH (3SH) H30 37:40,36
6 Stefanie Gregersen SH (3SH) H30 37:44,54
7 Corinna Hoffmann H30 41:06,02
Karlaflokkur
Sæti Félag Flokkur Tími
1 Hafsteinn Ægir Geirsson HFR H30 28:07,86
2 Hákon Hrafn Sigurðsson HFR H30 28:18,73
3 Árni Már Jónsson HFR H30 28:29,70
4 Pétur Þór Ragnarsson HFR H30 28:43,54
5 Torben Gregersen SH (3SH) H30 29:13,99
6 Gunnlaugur Jónasson Hjólamenn H40 29:22,98
7 Valgarður Sæmundsson HFR H40 30:38,00
8 Óskar Örn Jónsson H40 31:21,20
9 Gísli Ólafsson HFR H40 31:44,89
10 Arnaldur Gylfason Hjólamenn H30 31:51,61
11 Steinn Jóhannsson SH (3SH) / Bjartur H40 31:54,00
12 Guðlaugur Stefán Egilsson SH (3SH) H30 32:49,02
13 Trausti Valdimarsson H50 33:06,86
14 Bertel Ingi Arnfinnsson Hjólamenn H30 33:24,52
15 Einar Finnur Valdimarsson H40 33:31,58
16 Örn Sigurðsson Hjólamenn H40 33:34,89
17 Bergþór Jóhannsson SH (3SH) / Bjartur H40 33:42,23
18 Jón Sigþór Jónsson SH (3SH) H30 34:06,36
19 Emil Tumi Víglundsson HFR 15-16 34:37,10
20 Oddur Kristjánsson HFR H40 34:59,09

Fyrsta fjallahjólamót sumarsins við Rauðavatn þriðjudaginn 10. maí 2011.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur fyrsta fjallahjólamót sumarsins við Rauðavatn þriðjudaginn 10. maí 2011.
Rásmark er á hefðbundnum stað austan megin við Rauðavatn og við skógarlundinn. Keppnin hefst kl. 19:00. Brautin sem keppendur hjóla er blanda af malarstígum, grasi og skógarlundsstígum. Brautin er 7.1 km og með heildarhækkun upp á 80 metra.

Skráning smella hér

Rásmarkið smella hér
Kort af brautinni smella hér
Mynd af brautinni smella hér
Hæðarprófill af brautinni smella hér

Boðið verður upp á B flokka.
Aldurskipting í b flokki er 39 ára og yngri, 40 ára og eldri.
( B – FLOKKUR karla og kvenna – eru þeir sem hafa gaman af að hjóla en hafa ekki verið að keppa í stærri keppnum innan ÍSÍ. )
B flokkur karla og kvenna hjólar 2 hringi.

Keppt er í eftirtöldum flokkum karla og kvenna og hefst kl. 19:00
Aldur Karlar konur
15-16 ára 2 hringir 2 hringir
17-18 ára 3 hringir 3 hringir
Meistaraflokkur 3 hringir 3 hringir
H-30+ 3 hringir 3 hringir
H-40+ 3 hringir 3 hringir
H-50+ 3 hringir 3 hringir

Keppnisgjald er kr. 2000 og skráningu líkur kl. 13:00 mánudaginn 9. maí.

Skráning smella hér

Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum HFR. Hjálmaskylda er í öllum keppnum HFR.