Header

Handónýtur hjólreiðamaður á besta tímann

júní 9th, 2012 | Posted by admin in Félagar | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Handónýtur hjólreiðamaður á besta tímann)

Hér má sjá bestu tíma Bjartsfélaga í Bláalónsþrautinni frá upphafi. Valli Sæm hefur þurft að halda að sér höndum undanfarið og mun ekki geta varið besta tíma Bjartsfélaga í þessari keppni. Hann er góður drengur sem þekkir öll brögðin í hjólabókinni og mun nýtast Bjartsfélögum á hliðarlínunni.


Erfitt reyndist á ná úrslitum langt aftur í tímann og meðal annars vantar tíma á Carbónó og fl.

Liðin í Bláalónsþrautinni – BJARTUR

júní 4th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Liðin í Bláalónsþrautinni – BJARTUR)

Frá vinstri: Magni, Viktor og Kristinn. Á myndina vantar Róbert og Guðlaug

Nú styttist óðum í fjallahjólakeppnina þar sem Bjarts félagar etja kappi í nokkrum liðum. Fyrsta liðið sem kynnt verður til leiks fékk nafnið „BJARTUR“. Við hefðum alveg eins geta kallað það „Úrvalsliðið“, „Þeir ósnertanlegu“ eða bara „Strákarnir okkar“. Við í félaginu erum afar stoltir af liðinu og vonum að þeir sýni tennurnar á sunnudaginn kemur. Liðið er skipað þaulreyndum hjólreiðamönnum, Victory, Magnað, Samsohn, El Gigante og Gulla

Meðalaldur: 42,2 ár
Veikleikar: Hár meðalaldur
Styrkleikar: Nýleg hjól og allir tæknilega vel lesnir
Markmið: Stinga “Koltrefja Kóngana” af

Nr.    Nafn
232    Guðlaugur Stefán Egilsson
123    Kristinn Samsonarson
120    Magni Þór Samsonarson
126    Róbert Pétursson
110    Victor Þór Sigurðsson

Reykjanesmótið í götuhjólreiðum

apríl 26th, 2012 | Posted by admin in Keppnir | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Reykjanesmótið í götuhjólreiðum)

Úrslit úr CUBE Prolouge #1

apríl 25th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir | Úrslit - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr CUBE Prolouge #1)
Stefán Guðmundsson

Stefán Guðmundsson

Í gærkvöldi fór fram fyrsta CUBE Prolouge keppni Bjarts af fjórum. Rúmlega 70 manns luku keppni sem er nýtt og glæsilegt þáttökumet í tímatöku. Besta tíma karla í opnum flokki átti Hafsteinn Ægir Geisson 8:03. Í opnum kvennaflokki átti María Ögn Guðmundsdóttir besta tímann 9:47. Í racer flokki átti Pálmar Kristmundsson besta tíma karla, 9:02 en Sunna Björg Helgadóttir í kvennaflokki, 11:34. Að keppni lokinni var boðið upp á léttar veitingar í Ásvallalaug í boði TRI, söluaðila CUBE á Íslandi. Freyja sá svo til þess að allir fengju nægjanlegt magn af súkklaði með kaffinu.

Bjartur þakkar keppendum og áhorfendum kærlega fyrir skemtilegt kvöld og vonast eftir að sjá sem flesta aftur í næsta móti þann 23. mai.

Úrslit úr kvennaflokkum

Úrslit úr karlaflokkum

Hér má nálgast myndir sem Guðmundur Guðnason tók

 

CUBE Prolouge #1

apríl 18th, 2012 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við CUBE Prolouge #1)