Header

Úrtökumót fyrir GSSE 2013

apríl 25th, 2013 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Úrtökumót fyrir GSSE 2013)

svarta_brautin_gsse2013

Úrslit úr Ástjarnarsprettinum 2012

september 24th, 2012 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr Ástjarnarsprettinum 2012)
Valgarð "Valli" Sæmundsson

Valgarð "Valli" Sæmundsson sigurvegari Ástjarnarsprettsins 2012

Á laugardaginn fór fram Ástjarnarspretturinn sem er innanfélagsmót Bjarts og var þetta í 4. skiptið sem keppnin var haldin. Alls voru 24 keppendur skráðir til leiks og hjólaðir voru 5 hringir í kringum Ástjörn eða samtals 15 kílómetrar. Sigurvegari þetta árið varð gamla brýnið Valgarður “Valli” Sæmundsson en hann kom í mark á tímanum 36:47 sem er nýtt brautarmet. Gamla brautarmetið átti Viktor Þór Sigðurðsson sem var 37:26 og bætti því Valli met hans um 39 sekúndur. Hraðasti hringurinn hjá Valla var 7 mínútur og 3 sekúndur.

Keppninn tókst vel í alla staði og vill stjórn Bjarts þakka öllum þeim sem lögðu hönd á stýrið í undirbúningi og tímatöku kærlega fyrir. Hér má sjá úrslit.

Strax að lokinni keppni tók síðan við uppskeruhátið félagsins og voru þar veitt verðlaun fyrir “Langbesta Bjartsfélagann” og “Björtustu vonina”.

Bjartasta vonin 2012 er Haukur Magnússon, sem hefur farið mikinn á sínu fulldempaða fjallahjóli í sumar

Langbestur bjartsfélaga 2012 er Viktor Þór Sigurðsson, sem sýndi enn og aftur styrk sinn í hinum fjölmörgu hjólreiðakeppnum sumarsins.

Krakkaspretturinn 2012

september 24th, 2012 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Krakkaspretturinn 2012)

Haldinn var krakkasprettur á fjallahjóli á laugardaginn í kringum Ástjörn í Hafnarfirði. Spretturinn var tæpir 3 km og alls voru hátt í tuttugu börn og unglingar sem tóku þátt. Krakkarnir stóðu sig vel og og voru nokkrir sem vildu skrá sig strax til keppni á næsta ári. Allir fengu verðlaunapening og glænýtt BUFF frá FrónKex.

Arnar Pétur 11:41, Anton 12:05, Máni Þór 13:12, Auðunn 13:29, Ísak 13:37, Lilja 13:45, Jóhann Gunnar 14:49, Bjarney 14:50, Óttar 16:54, Finnbjörn 16:55, Stefán Steinar 16:56, Rannveig 18:51, Logi Már 24:07, Selma Vilborg 25:20.

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum 2012

ágúst 17th, 2012 | Posted by admin in Keppnir | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum 2012)

Hjólreiðafélagið Bjartur heldur Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum við Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar sunnudaginn 26. Ágúst kl. 10:00

Brautin er 8,7km að lengd og er hækkun 270m. Ræst verður við vestur enda vatnsins og er endamark á sama stað.

 

 

 

 

Brautarskoðun verður mánudaginn 20. Ágúst kl 19:00. Skráning hér

Kort af leiðinni er að finna hér. Keppendur eru hvattir til að kynna sér brautina vel fyrir keppnisdag.

Aldur Karlar Konur
15-16 ára 1 Hringur 1 Hringur
17-18 ára 2 Hringir 1 Hringir
19-29 ára 3 Hringir 2 Hringir
Meistaraflokkur (opinn) 3 Hringir 2 Hringir
H-30+ 3 Hringir 2 Hringir
H-40+ 3 Hringir 2 Hringir
H-50+ 3 Hringir 2 Hringir
A Flokkur 39 ára og yngri 2 Hringir 1 Hringur
A Flokkur 40 ára og eldri 2 Hringir 1 Hringur

 

Skráning er opin til kl 18:00 Föstudaginn 24. Ágúst. Keppnisgjald er kr 2.000.- Ekki verður möguleiki að skrá sig á keppnisstað. Einungis þeir sem skráðir eru í hjólreiðafélag innan ÍSÍ eru gjaldgengnir til keppni. Afhending númera fer fram í keppnistjaldi á keppnisstað á keppnisdag, milli kl 09:00 og 09:30.

Eftir keppni verður boðið upp á hádegisverð ala Bjartur.

Hjólreiðafélög innan ÍSÍ eru:  Bjartur, 3SH, HFR, Hjólamenn, Tindur, Ægir, Bjarmi.

 

 

CUBE prologue #3

júní 18th, 2012 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við CUBE prologue #3)