Header

Hjóladagur Hyundai 23. maí

maí 1st, 2015 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Hjóladagur Hyundai 23. maí)

hjoladagur_01

Hjóladagur Hyundai verður haldinn í annað sinn þann 23. maí næstkomandi í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn í fyrra tókst með eindæmum vel og var þátttaka góð bæði meðal þeirra sem vildu spreyta sig á verðlaunasæti en ekki síður meðal þeirra sem vildu taka fjölskylduna með í skemmtilegan hjólatúr um Heiðmörk. Laugardaginn 23. maí næstkomandi flautum við aftur til leiks stundvíslega kl. 12:00 við höfuðstöðvar Hyundai Kauptún 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12:45

hyundai_kauptun

Hjólreiðafélagið Bjartur hefur veg og vanda af lagningu hjólaleiðanna sem verða með breyttu sniði og meira krefjandi fyrir keppnisflokka kvenna og karla en eins og í fyrra verður sérstök áhersla lögð á að hjólaleiðin fyrir fjölskylduna sé skemmtileg upplifun með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum þar sem fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf akstursleiðir bíla.

Flokkar og tímasetning

Keppt verður í flokki karla og kvenna. Keppnisflokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 15 km. langa braut um Moldargötur og inn á Grásteinsstíg. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega leið í umhverfi Heiðmerkur.

Glæsileg verðlaun

Fyrstu verðlaun í flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Grillmarkaðinn að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

TRI CUBE

Reiðhjólaverslunin TRI umboðsaðili CUBE verður með aðstöðutjald og útstillingar á nýjum hjólum á staðnum. Þátttakendur geta fengið aðstoð fagmanna og ráðleggingar um stillingar og grunnviðhald hjólanna auk þess sem CUBE stendur fyrir 1 km sprettþraut verður haldin í sýningarsal Hyundai. Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning

Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á hjóladaginn sjálfan laugardaginn 23. maí. Vinsamleg ábending til þeirra sem skjá sig hjá Hyundai á laugardeginum er að mæta ekki síðar en 11:15

Grillveisla og verðlaunaafhending

Að keppni lokinni, meðan verðlaunaafhendingin fer fram, býður Hyundai og Hjólreiðafélagið Bjartur öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Halldór einfaldlega bestur!

apríl 11th, 2015 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Halldór einfaldlega bestur!)
Halldór Halldórsson

Indoor Prologue Champion 2015

Í dag fór fram keppnin “Indoor Prologue Champion 2015” sem fellst í því að hjóla 7.2 kílómetra á sem skemmstum tíma inni. Gleðipúkinn og díselvélin Halldór Halldórsson kom engum á óvart og sigraði á nýju heimsmeti en hann hjólaði vegalengdina á 6 mínútum og tíu sekúndum.

Í öðru sæti og aðeins 7 sekúndum á eftir Halldóri varð Gísli Ágúst Guðmundsson á 06:17. Jóhann Thorarensen sem veðbankarnir spáðu fyrsta sætinu kom þriðji í mark á tímanum 06:35. Þessi keppni var loka tíminn í HjólTRX hjá elin.is og þar með er búið að sleppa innpúkunum út í sumarið. Virkilega flottur og skemmtilegur hópur sem mun nú verða sýnilegri á götum bæjarins.

Hér má sjá úrslit úr mótinu. (meira…)

Íslandsmótið í fjallahjólreiðum

ágúst 15th, 2013 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Íslandsmótið í fjallahjólreiðum)

hvaleyrarvatn

Mótið fer fram núna á laugardaginn við Hvaleyrarvatn og verða keppendur ræstir af stað stundvíslega kl. 10. Við hvetjum sem flesta til að mæta og sjá þá bestu reyna sig í bleiku brautinni. Athugið verður ekki fyrir viðkvæmar sálir. Fyrir þá sem ekki hafa gert upp hug sinn og langar að hjóla með ættu að henda inn skráningu á http://hjolamot.is/keppnir/29

Brautarskoðun verður á hverju kvöldi fram að keppni. kl 20:30. Hittumst við Hvaleyrarvatn, bílastæðið nær Krísuvíkurvegi.

Fjarðarspretturinn – XCE keppni á fjallahjólum

maí 27th, 2013 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Fjarðarspretturinn – XCE keppni á fjallahjólum)

Laugardaginn 1. júní kl. 16 verður fjallahjólamót í tenglsum við menningarhátíðina “Bjartir dagar” í Hafnarfirði. Hjólaður verður hringur í miðbæ Hafnarfjarðar á fjallahjólum. Hringurinn er um 600 metrar. Sérstök braut verður lögð þar sem keppendur verða að hjóla yfir torfærur, trjádrumba, upp og niður tröppur og annað sem hentar betur fjallahjólum. Keppnin er hröð, skemmtileg og áhorfendavæn. Áhorfendur geta fylgst með keppninni frá Thorsplani. Skráning í mótið fer fram á hjolamot.is

Keppnisfyrirkomulag verður þannig að skipt verður niður í karla- og kvennaflokka. Sjá nánar um keppnisfyrirkomulagið hér og kort af leiðinni. Eftir keppni verður verðlaunaafhending á Thorsplani og hjólreiðafélagið Bjartur mun leiðbeina og skoða ástand allra hjóla fyrir börn og unglinga.

Dagskrá.
15:00 – 16:00  Öllum boðið að hjóla með Bjarti skemmtilegan hring í Firðinum.
16:00 – 18:00  Fjarðarspretturinn – XCE keppni á fjallahjólum

Dæmi um erlendar fyrirmyndir:

arni_magg

Rástímar fyrir CUBE Prologue II

maí 21st, 2013 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Rástímar fyrir CUBE Prologue II)

Hér má sjá rástíma fyrir Prologue II sem haldið verður annað kvöld og byrjar kl. 19.

bjartur_racetime