Header
Ég leit við hjá bræðrum mínum Magna og Kristni á Glitvöllunum síðasta dag ársins (2011).
Þar á bæ var ekkert slakað á við að undirbúa næsta hjólaár, þarna í bílskúrnum var tekið vel á því í a.m.k 1, klst.
Vegna mikils þrýstings frá þeim um að ég fari að drífa mig af stað við æfingar, þá varð þetta til þess að ég er byrjaði að nýta nýjustu fjárfestinguna mína trainerinn. Að virðingu við bræður mína blure’aði ég hluta af myndinni
Fyrsta samhjól ársins fer fram nú á sunnudaginn 8. janúar, lagt verður af stað frá Ásvallalaug klukkan 10:00.  Samhjól er sameiginleg hjólaæfing hjólreiðafélaga á höfuðborgarsvæðinu og hugsað fyrir alla hjólandi og því allir velkomnir, farin verður leið við hæfi.  Að samhjóli loknu verður boðið upp á léttar veitingar í SH sal annarri hæð Ásvallalaugar og svo að því loknu er öllum boðið í laugina.  TRI ehf. menn verða á svæðinu og sýna TACX þjálfa og CUBE reiðhjól
Við hvetjum alla til að mæta, sjáumst hress!

Fyrsta Bjartsæfingin á mánudegi

október 31st, 2011 | Posted by admin in Hjólreiðar - (4 Comments)

Í kvöld var fyrsta Bjartsæfingin á mánudegi og var heldur betur tekið á því. Valli sá til þess að hópurinn var á sæmilegum meðalhraða og Robbi passaði upp á alla. Gunni hvarf út á Álftanesi og Sissi mætti á 23 kg. heimagerðu hjóli. Elínu leið vel á racernum sínum. En Árni, Helgi og Addi voru bara fyrir.

Hægt er að skoða hjólaleiðina á Strava hér til hægri.

Robbi

Sissi á eitt flottasta heimagerða hjólið á landinu. Sjá mynd hér að neðan.

Gunni

Valli sá til þess að hópurinn þurfti að hjóla

Árni

Elín

Heimagerða hjólið hans Sissa

Maturinn í afmælið hjá Klaus sundþjálfa kom í þessum kassa!!!

Hafnarfjarðaráskorun Bjarts fór fram í dag við hreint frábærar aðstæður. Það var fámennur hópur en mjög góður sem lagði af stað í þessa keppni. Alls voru það 11 sem lögðu af stað en fljótlega duttu tveir út og því voru það 9 sem luku keppni að þessu sinni.

Að keppni lokinn voru grillaðar pylsur og gos í boði bæði fyrir keppendur, mótshaldara og aðstandendur þeirra. Allir voru í sólskinsskapi þar sem seinustu menn yfirgáfu keppnisstað ca. 1,5 klukkustund eftir að keppni lauk.

Úrslit dagsins eru eftirfarandi:

Heildarúrslit: 

Nafn Félag Flokkur Tími
Helgi Berg Friðþjófsson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:06:33
Kristmundur Guðleifsson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:06:39
Ingvar Ómarsson ? 16 – 39 karlar, 26 km 01:08:25
Valgarður S. 3SH 40 + karlar, 26 km 01:08:34
Stefán Birnir Sverrisson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:11:48
Haukur Magnússon ? 16 – 39 karlar, 26 km 01:14:29
Anton Pétur Gunnarsson HFR 40 + karlar, 26 km 01:17:07
Hilmir Auðunsson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:18:52
Eyþór Viðarsson HFR 40 + karlar, 26 km 01:24:20
Eiríkur Árnason Reiðhjólabændur 16 – 39 karlar, 26 km DNF
Elli Cassata HFR 16 – 39 karlar, 26 km DNF
       
Úrslit 16 – 39 karlar:       
Nafn Félag Flokkur Tími
Helgi Berg Friðþjófsson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:06:33
Kristmundur Guðleifsson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:06:39
Ingvar Ómarsson ? 16 – 39 karlar, 26 km 01:08:25
Stefán Birnir Sverrisson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:11:48
Haukur Magnússon ? 16 – 39 karlar, 26 km 01:14:29
Hilmir Auðunsson HFR 16 – 39 karlar, 26 km 01:18:52
Eiríkur Árnason Reiðhjólabændur 16 – 39 karlar, 26 km DNF
Elli Cassata HFR 16 – 39 karlar, 26 km DNF
       
 Úrslit 40 + karlar:      
Nafn Félag Flokkur Tími
Valgarður S. 3SH 40 + karlar, 26 km 01:08:34
Anton Pétur Gunnarsson HFR 40 + karlar, 26 km 01:17:07
Eyþór Viðarsson HFR 40 + karlar, 26 km 01:24:20

Bjartur vill þakka keppendum og starfsfólki fyrir frábæran dag. Bjartsmönnum fannst þessi dagur heppnast með eindæmum vel, og hlakkar okkur til að halda þessa keppni aftur að ári.

Myndir má sjá undir flipanum Myndefni.

Hafnarfjarðaráskorun Bjarts

september 2nd, 2011 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir - (4 Comments)

Hafnarfjarðaráskorun Bjarts í fjallahjólreiðum verður haldin sunnudaginn 11. september kl. 10:00.

Mæting er við bílastæði vestan við Hvaleyrarvatn.

Keppnisgjald er 1.500 kr. á mann í netskráningu til kl.23:59 föstudaginn 9. september. Eftir það hækkar gjald í 2.500-

Númer verða afhent á keppnisdag kl. 9:00 við rásmark.

Brautarskoðun verður fimmtudaginn 8. september kl. 19:00, lagt verður af stað frá bílastæði við Hvaleyrarvatn.
Flokkar:
26km opin flokkur karla: 16-39 og 40+
26km opin flokkur kvenna: 16-39 og 40+
18,5km opinn flokkur karla: 16-39 og 40+
18,5km opinn flokkur kvenna: 16-39 og 40+
Veitt verða verðlaun í 1. – 3. Sæti í hverjum flokki að keppni lokinni.
Að lokinni keppni verða léttar veitingar.

Kort af keppnisleið:

Hafnarfjarðaráskorun Bjarts

Leið að mótsstað, kort:

Leið að keppnisstað

Netskráning: Smella hér.

BANKI: 545-14-102301

KT: 0106653379

Keppandi hefur kynnt sér keppnisreglur Bjarts og telst skráning sem samþykki á þeim reglum.

Keppnisgjald greiðist inn á reikning í eigu Kristins Samsonar setjið inn skýringuna HJÓL og sendið staðfestingu á hfbjartur@gmail.com