Header

Snúningstímar! (spinning)

desember 29th, 2009 | Posted by admin in Hjólreiðar - (783 Comments)

Fyrir rúmum 2 árum síðan fór ég í minn fyrsta snúningstíma (spinning) í World Class Laugum, Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá reynslu og hef ekki talað vel um þessa snúningstíma síðan og í raun ekki skilið þennan mikla áhuga landans á þessari tegund æfinga!
Svo var það rétt fyrir jól að Addi félagi reddaði viku prófunarpassa í Hreyfingu með það að markmið að kynna mann fyrir snúningi. Frekar neikvæður mætti ég ásamt Adda og félaga Bergþóri í Hreyfingu í tíma hjá frú Johnson.  Viti menn ég varð alveg yfir mig ánægður með þetta, alveg ný upplifun (eins furðulegt og það hljómar!). Næstu 6 daga fórum við í tíma hjá 4 mismunandi þjálfurum og voru tímarnir mjög  fjölbreyttir.  Það sem ég var virkilega ánægður með að var það að rífa mig upp úr comfort zone‘inu en þar sem ég er með þjálfa (trainer) í skúrnum heima er maður of gjarn á að setjast á hnakkinn og festast í 30km meðalhraða án nokkrar fjölbreytni (hafa það bara þægilegt), kannski einblínir maður of mikið á að hala inn sem flestum kílómetrum á hlaup.com það er hugsanlega ástæðan!
Hér er ágætis lesning um það hvernig gott er að nýta sér snúningstíma að vetrarlagi.

Á Triathlon Iceland síðunni er vísað í 2 mynskeið með Chris Lieto um fjölbreyttar æfingar á þjálfa (trainer) þau má sjá hér I og II

Svo er bara að halda sér við efnið og hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar.

10 tips for safe cycling

nóvember 30th, 2009 | Posted by admin in Hjólreiðar - (792 Comments)

Hér er ágætis lesning.
Gefðu þér smá tíma í að lesa þetta :o