Header

Bjartsfélagar kunna vel við sig á Þingvöllum

maí 3rd, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Bjartsfélagar kunna vel við sig á Þingvöllum)

Reglulega er hjólað á þingvelli enda þjóðgarðurinn þekktur fyrir skrautlegt fuglalíf.

Úrslit úr CUBE Prolouge #1

apríl 25th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir | Úrslit - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr CUBE Prolouge #1)
Stefán Guðmundsson

Stefán Guðmundsson

Í gærkvöldi fór fram fyrsta CUBE Prolouge keppni Bjarts af fjórum. Rúmlega 70 manns luku keppni sem er nýtt og glæsilegt þáttökumet í tímatöku. Besta tíma karla í opnum flokki átti Hafsteinn Ægir Geisson 8:03. Í opnum kvennaflokki átti María Ögn Guðmundsdóttir besta tímann 9:47. Í racer flokki átti Pálmar Kristmundsson besta tíma karla, 9:02 en Sunna Björg Helgadóttir í kvennaflokki, 11:34. Að keppni lokinni var boðið upp á léttar veitingar í Ásvallalaug í boði TRI, söluaðila CUBE á Íslandi. Freyja sá svo til þess að allir fengju nægjanlegt magn af súkklaði með kaffinu.

Bjartur þakkar keppendum og áhorfendum kærlega fyrir skemtilegt kvöld og vonast eftir að sjá sem flesta aftur í næsta móti þann 23. mai.

Úrslit úr kvennaflokkum

Úrslit úr karlaflokkum

Hér má nálgast myndir sem Guðmundur Guðnason tók

 

Bjartur á söguslóðum

apríl 17th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Bjartur á söguslóðum)

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu fyrir tæpum 100 árum. Bjarti þótti tími til kominn að rifja þetta upp, enda streyma menn á Þingvelli í hverri viku!

H j ó l r e i ð a r
Reykjavík—Þingvellir—Reykjavik

Morgunblaðið (Frá samverkamanni Morgunblaðsins).

Í fyrravor bauð Morgunblaðið til kappreiða á hjólum og skyldi skeiðiðvera milli Reykjavíkur og Þingvalla fram og aftur, eða samtals  i 1oo rastir.

Illa var þessu tekið — gáfu sig of fáir fram — svo fresta varð þessu fyrsta íþróttamóti, er blað á Islandi hafði stofnað til. Þetta tómlæti íþróttamanna var alveg óþolandi. — Er hægt að búast við því að íþróttamönnum verði hjálpað áleiðis þegar þeir skeyta ekki slíku boði sem þessu og láta tækifærið til þess að vinna sér frama ganga sér úr greipum? Að vísu mátti finna nokkur vandkvæði á því að hjóla í köpp svona langa leið. En eina réttmæta mótbáran var þó sú, að flestir voru óæfðir eða litt æfðir til þess að hjóla í köpp svo langa leið.

Mönnum skal nú tilkynt, að þessi kapphjólun milli Reykjavíkur—Þingvalla—Reykjavíkur, verður háð i júlí eða ágústmánuði í sumar — ef nógu margir keppendur fást. Er það því bezt fyrir þá, sem ætla sér að keppa þá, að fara nú að æfa sig af kappi. En ekki ættu menn að hjóla alla vegalengdina fyr en í fyrsta lagi í maímánuði. Ekki eru lengi að koma fyrir óhöpp á svona langri leið. — Margt getur heilan hindrað — og á skammri stund skipast veður í lofti. Þetta verða menn að hafa hugfast og skal eg nú gefa mönnum nokkrar fleiri ráðleggingar, er að haldi geta komið og sjálfsagt er að fylgja.

Látið lækni (sem vit hefir á iþróttum) skoða yður áður en þér farið að æfa yður, og ef hann hyggur að heilsu yðar sé ekki svo ábótavant að þér þolið það, þá takið þegar til óspiltra málanna. Æfið yður þó með gætni í fyrstu. Hjólið fyrst svo sem 5 rastir á dag í viku og lengið svo leiðina smám saman svo að þér bætið við yður svo sem 5 röstum á viku. Viku áður en kapphjólunin verður þreytt getið þér svo hjólað 100 rastirnar í einum spretti.

Verið eigi of létt klæddir, næðingur getur ofkælt yður og deyfir áreiðanlega þrótt yðar og þol. Æfið yður saman, tveir eða þrír, það er léttara og betra. Hjólið þá ekki samsíða heldur hvor í annars kjölfar og skiftist á um forystuna. Hvilið yður alveg einn dag í viku. Sofið minst 8 klukkustundir á sólarhring. Borðið reglulega. Reykið eigi, því að það skemmir lungun og hálsinn og háir andardrættinum. Farið  i ð u l e g a í b að og nuddið yður á eftir (Mullers strokuæfingar eru bezlar). Venjið yður á það að hafa jafnan með yður umbúðir við meiðslum og ýmislegt, sem nauðsynlegt getur orðið til þess að gera við hjólið. Jafnan getur margt að höndum borið er eigi þolir stundarbið. Nefni eg til þess meiðsli öll, svo og það ef hjólið laskast. Áburð, dælu, bætur i slöngur og hringa, ventilslðngur, lím, sandpappír o. fl. þh. verða menn því að hafa með sér.

Það segir sig sjálft, að hjólið verð-ur að vera gott og traust eigi siður en maðurinn sjálfur. Bezt er að ístöðin séu föst við fótinn,” þó eigi fastari en það, að jafnan sé auðvelt að smeygja sér úr þeim. Sjálfsagt er að nota að eins frihjól í kappreið.

Þessar ráðleggingar eru mönnum gefnar hér svo að þeir geti farið eftir þeim í tíma. En fyrst og fremst verða menn að minnast þess, að þeir verða að æfa þol sitt á allan hátt, en gæta þó jafnan hófs. Er það bezt i hverjum hlut og þó eigi sízt í íþróttum og sannast þar hið fornkveðna að kapp er bezt með forsjá.

-Morgunblaðið 26.03.1916

Hjólreiðakeppni í Reykjavík árið 1920

apríl 4th, 2012 | Posted by admin in Allgemein | Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Hjólreiðakeppni í Reykjavík árið 1920)

Þessi mynd var tekin í Reykjavík einhvers staðar á árunum 1920 til 1925. Ekki er vitað með vissu hvaða hjólreiðakeppni þetta er en Bjartur ætlar að komast að því. Þeir sem vita betur geta sent okkur tölvupóst.

Ægir-Þríþraut heldur þriðja samhjól ársins sunnudaginn 4. mars nk.
Mæting er við TRI þríþrautarbúð – Suðurlandsbraut 32.  Brottför um kl.10 og svo endað aftur í TRI um 12 leytið þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.
Frekari upplýsingar hjá Jens:  jenskristjans@simnet.is