Header

Hjólað í vinnuna í Hafnarfirði

maí 13th, 2015 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Hjólað í vinnuna í Hafnarfirði)

hjoladivinnuna

Hjólreiðafélagið Bjartur og Kaffitár sáu um að klappa fólki á bakið og gefa því brakandi kaffitár í morgunsárið. Þeir sem hjóluðu við gátu líka fengið ferskt loft í dekkin. Hér má sjá nokkrar myndir https://instagram.com/bjarturcc/

hjoladivinnuna_1

Æfingar að hefjast í kvöld

október 1st, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Æfingar að hefjast í kvöld)

Nú er veturinn að nálgast og því ekkert til fyrirstöðu en að koma sér í gírinn. Fyrsta formlega æfing vetrarins verður í kvöld mánudaginn 1. október og hefst hún stundvíslega kl. 20. Lagt verður á stað frá Ásvallalaug.

Þriðjudaginn 2. október kl. 20:00 verður almennur félagsfundur þar sem farið verður yfir æfingaáætlun vetrarins, búningamál og annað sem mönnum hefur dottið í hug að undanförnu. Fundurinn verður í sal SH á 2. hæð í Ásvallalaug. Við hvetjum alla til að mæta!

Liðin í Bláalónsþrautinni – BJARTUR

júní 4th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Liðin í Bláalónsþrautinni – BJARTUR)

Frá vinstri: Magni, Viktor og Kristinn. Á myndina vantar Róbert og Guðlaug

Nú styttist óðum í fjallahjólakeppnina þar sem Bjarts félagar etja kappi í nokkrum liðum. Fyrsta liðið sem kynnt verður til leiks fékk nafnið „BJARTUR“. Við hefðum alveg eins geta kallað það „Úrvalsliðið“, „Þeir ósnertanlegu“ eða bara „Strákarnir okkar“. Við í félaginu erum afar stoltir af liðinu og vonum að þeir sýni tennurnar á sunnudaginn kemur. Liðið er skipað þaulreyndum hjólreiðamönnum, Victory, Magnað, Samsohn, El Gigante og Gulla

Meðalaldur: 42,2 ár
Veikleikar: Hár meðalaldur
Styrkleikar: Nýleg hjól og allir tæknilega vel lesnir
Markmið: Stinga “Koltrefja Kóngana” af

Nr.    Nafn
232    Guðlaugur Stefán Egilsson
123    Kristinn Samsonarson
120    Magni Þór Samsonarson
126    Róbert Pétursson
110    Victor Þór Sigurðsson

Hjólað í Firðinum

maí 16th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Hjólað í Firðinum)

 

Bjartur tók á móti hjólreiðafólki í morgun á milli klukkan 7-9 í tjaldi fyrir framan Fjörðinn í Hafnarfirði. Hér eru nokkrar myndir af þeim sem létu sjá sig. Bjartur verður síðan aftur í kvöld milli kl. 17-19 með uppistand á sama stað.

Bjartur truflar umferð

maí 13th, 2012 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Bjartur truflar umferð)

Miðvikudaginn 16. maí mun Bjartur standa vaktina í kaffitjaldi fyrir framan Fjörðinn í Hafnarfirði. Milli klukkan 7-9 og 17-19 verður boðið upp á nýmalað kaffi og vatn. Viðgerðamaður og trúður verður á staðnum. Við hvetjum alla til að kíkja við.

Nánari upplýsingar eru á hjólað í vinnuna.