Header

El Rey stendur á tímamótum

maí 10th, 2011 | Posted by admin in Félagar - (92 Comments)

Félagi Arnar Eldon Geirsson eða El Rey eða The Lone Ranger stendur á tímamótum í dag þar sem kallinn stendur á fertugu.  Arnar Eldon Geirson kemur af stórætt Eldon Geirssonar og er elstur af fjórum systkinum öll atvinnumenn fram í fingurgóma. Afi  Eldon Geirssonar #1 kom með handboltann til landsins (Hallsteinn Hinriksson) og kynnti hann fyrir landsmönnum. Nú fetar #1 í fótspor afa síns og er að koma þríþrautinni á kortið á Íslandi.  Hann er maðurinn á bakvið tjöldin og beitir áhrifum þar sem hann er þá stundina. Með ótrúleg ítök leynist hann innan veggja GSÍ og tala menn um að hann ráði þar öllu líka.  Sem blaðamaður Bjarts hefur hann fengið tækifæri að láta ljós sitt skína.
The Lone Ranger er frekar afslappaður þegar kemur að kvennamálum og er hann ekkert að festa ráð sitt með hverju sem er.  Hann er með æfingaáætlunina útprentaða í vasanum og er æfingaáætlunin það fyrsta sem hann sýnir mögulegum lífsförunautum og heyrst hefur að þeim hreinlega fallist hendur þegar þær sjá æfingamagnið og sjá að hann hefur akkúrat engan tíma fyrir þær og með de samme hverfa á braut.  Félagar í Bjarti og félagar úr öðrum félögum hafa reynt að dulbúast sem konur og boðið honum á deit fyrir það eitt að sjá þetta æfingaplan sem kallinn fer eftir. Það má með sanni segja að kallinn er í flottu formi og hefur náð því markmiði að vera í betra formi fertugur en hann var þegar hann var tvítugur.  Addi stefnir á að toppa í Köln fjórða september 2011 þar sem kauði þreytir þríþraut (3.8km sund / 180km hjól / 42.2km hlaup) Ironman.
Endilega sendið Adda kveðju hér fyrir neðan í tilefni dagsins.

Cologne Triathlon Weekend

mars 23rd, 2011 | Posted by admin in Félagar | Þríþraut - (4 Comments)

Ófáir Bjartsmenn eru nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir stærstu þríþrautarhelgi sem haldin í Evrópu nánar tiltekið Köln helgina 3 – 4 september.  Gríðarleg stemning ríkir í hópnum og mikill hugur er í mönnum.

Cologne | 226

Arnar Geirsson  / æfir einn og er öllum ósýnilegur og strýkur tímavélinni þess á milli

Berþór Jóhannsson  / Er í hlaupaæfingabúðum í Florida og hleypur eins og enginn sé morgundagurinn hljóp 70km í síðustu viku.
Birgir Gilbertsson  / er alltaf að vinna og að vinna í að finna daga til að æfa
Ólafur Baldursson  / keypti Porsche og 2 málverk í síðustu viku. Er með einkaþjálfara  og stefnir í taka öflugt 2 vikna æfingaprógramm fyrir viðburðinn
Helgi Hinriksson / fylgir prógramminu og mögulega klikkaði eitthvað þar sem hann toppaði í síðustu viku

Gísli Ásgeirssona / kann þetta alveg á tvo Járnkarla að baki

Gunnar Stefánsson / meiðsli og veikindi hafa verið að hrjá kauða. Fer að koma sterkur inn.

Cologne | 226 Half
Róbert Grétar Pétursson / Mögulega sleppir því að fara út, er að æfa vel og bakið er að koma.

Steinn Jóhannsson / fer mögulega heilann, æfir eins og MF, fer mögulega í Vasa fljótlega.

Gísli Pálsson / er í æfingabúðum í Noregi þræðir fjöll og firði.

Cologne | Olympic
Magni Þór Samsonarson / Er að kaupa og selja og græja sig upp. Fer að bæta við hlaupunum fljótlega.

Árni Magnússon / Hvar er Árni? Hann er í skólanum!

Kristinn Samsonarson / Mætir eftir vinnu og bara massar þetta.

Bjartur strikes again!

desember 10th, 2010 | Posted by admin in Efni | Félagar - (12 Comments)

Í kjölfar mikillar umfjöllunar prentmiðla um Bjart í lok sumars hefur Helgi Hinriks landað stórum auglýsingasamning við eitt stærsta fyrirtæki landsins. Helgi er því kominn í hóp með afreksfólki eins og Tiger Wodds, Michel Jordan og Völu Flosadóttir. Fyrsta auglýsingin af mörgum birtist nú í morgun í útbreiddu dagblaði, á besta stað í blaðinu. Bjartur leitaði álits nokkura nafntogaðra einstaklinga úr fyrirsætubransanum um innkomu Helga í bransann.
 
Helgi is the next top male supermodel“ Kate Moss
Ferskasta andlit síðan Fabio kom fram“ Tyra Banks
Mjög fágaður en holdgerfingur karlmennskunnar á sama tímar“ Beggi og Pacas

Alltaf jafn flottur

Bjartsmaður!

desember 3rd, 2010 | Posted by admin in Félagar - (7 Comments)

Hvernig þekkir þú Bjartsmann frá öðrum hjólreiðamönnum?

Bjartsmaður ….

…Er með 1200 lumen’a ljós sem blindar þig,

…Er í Craft Thermal Split Finger Glove á höndum,

…Er í Craft AR Safety Vest,

…Er með Bjarts HiNdesign flís húfu á höfði,

….Er í flottasta hjólreiðajakkanum sem finnst þarna úti,

… er drullu nettur drengur

Heyrst hefur…

nóvember 21st, 2010 | Posted by admin in Félagar - (4 Comments)

…að 1200 lumen sé málið

Paris Hilton á fjallahjóli með veski og grifflur

…að Bjartur beri af í þokka

…að Óli hafi ekki mætt á æfingu

…að Gunnar stefni á að klára eina æfingu síðar á þessu ári

…að menn séu að koma sér upp samböndum við alþýðulýðveldið Kína

…að sumir kóngar ætli að vera meira áberandi en aðrir í Bláalóninu

…að Bjartur hafi verið að gera góða hluti með HFR í morgun

…að Robbi sé undir 70% álagi þessa dagana

…að mönnum þyki 70% vera full lítið

…að Örn elding standi vel undir nafni þessa dagana

…að menn séu hættir að sofa fyrir sundæfingar

… að menn sofi yfir sig sofni þeir á annað borð

…að alvöru karlmenn fari í spinnig

…að komið sé að minnsta kosti eitt Carbon spinning hjól í líkamsræktarstöð við Laugardalinn

…að til standi velja fegurstu fótleggina í keppninni “Fegurstu fótleggir hjólreiðarmanna“

…að Bjartur sé nú þegar búinn að velja sinn fulltrúa

…að Bjartur sé búinn að sigta út hina keppinautana

…að ÍSÍ stefni á umsókn um inngöngu í Bjart

…að henni verði hafnað

…að mönnum hafi þótt full mikið rætt um „Human growth hormons“ í morgun

…að Robin Moore hafi fengið 98 miljón áhorf á myndbandið sitt eftir að Bjartur birti það í sumar

…að hann hafi tekið áskorun frá Bjarti og sé búinn að gera nýtt myndband

…að Steinn hafi tekið virka hvíldarsundæfingu í dag

…að (Reið)hjólamenn séu skrítnir