Header

TRI – Ný íþróttaverslun

desember 23rd, 2011 | Posted by admin in Félagar - (1 Comments)

Eins og flestir vita þá eru ofur-Bjartsmennirnir Ólafur Baldursson og Bergþór Jóhannsson búnir að opna eina glæsilegustu þríþrautar, hjóla, hlaupa og sundvöru verslun á Íslandi, verslunin TRI er staðsett að Suðurlandsbraut 32. Þar starfar mjög hæft starfsfólk með mikla reynslu í öllum ofangreindum greinum….og munu þau veita viðskiptavinum alla þá ráðgjöf sem óskað er eftir.

Þekking og þjónusta skiptir öllu miklu máli.

Fréttir af Bjartsmönnum.

desember 16th, 2011 | Posted by admin in Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Fréttir af Bjartsmönnum.)
Það hefur gríðarlega mikið borið á Bjartsmönnum upp á síðkastið þó svo það mögulega hafi farið fram hjá þér lesandi góður!.  Bjartsmenn mættu á fyrsta samhjól vetrarins sem var að þessu sinni í boði hfr.is og Arnarins, óhætt að segja að það hafi verið góð mæting þrátt fyrir erfiðar aðstæður en mikill snjór og kuldi herjaði á hjólandi.  Bjartsmenn munu sjá um næsta samhjól sem fram fer 8. Janúar 2012.  Eigum við von á metþátttöku annað árið í röð! Meira um það síðar.  Nokkrir Bjartsmenn eru í þessum töluðu orðum að standsetja allra flottustu hjólabúð í heiminum í dag! Og þó víðar væri leitað! verslunin TRI ehf.  www.tri.is mun bjóða upp á hágæða hjól frá CUBE sem og allt á hjólarann, hlauparann og sundmanninn en glöggvir lesendur hafa eflaust áttað sig á því að nafnið TRI er stytting á orðinu triathlon sem á íslensku er þríþraut, þríþraut verandi sund, hjól og hlaup. Verslunin er staðsett að Suðurlandsbraut 32 jarðhæð, skorum við á alla að kíkja á þá félaga strax í næstu viku.
Nú er Hjólreiðafélagið Bjartur að vinna í því að gerast opið félag.  Umsóknum í félagið rignir nú inn um rafræna póstgátt hfbjartur[hjá]gmail.com og hefur úrvinnslugengi félagsins ekki við að vingsa út álitlega kappa og henda miður góðum umsóknum. Gunnar Stefáns setti umsóknar viðmiðið um árið sem við fylgjum stíft eftir.
Það gleymdist alveg að miðla því um allan heim að nokkrir Bjartsmenn og spússur fóru til Kölnar í september og þreyttu þar járnkarl, hálfkarl og sprettþraut.  Félagar Steinn, Helgi, Addi og Birgir fóru heilan Járnkarl, Gísli fór hálfkarl og Gunnar fór sprettþraut.  Beggó og Óli fóru skemmtilegan hjólatúr og göngutúr og klöppuðu og hvöttu vini sína áfram á meðan keppni stóð.  Allir félagar kláruðu keppni með miklum sóma og Beggó og Óli komust upp á hótel í lokin.  Von er á myndum af viðburðinum fljótlega! Eða í lok árs eða snemma á næsta ári.
Svo svona rétt í lokin, Addi Geirs er genginn út.

Meðalfellsspretturinn

júlí 16th, 2011 | Posted by admin in Félagar | Hjólreiðar | Keppnir - (4 Comments)

Organdi ferskir Bjartsmenn, Bjartar og afkvæmi þeirra hittust við Meðalfellsvatn 14. júlí og þreyttu eitt af árlegum innanfélags mótum Bjartsmann Meðalfellssprettinn.  Veðrið var magnað og stemningin góð. Ákveðin hefð hefur skapast með að fórna tudda eða kusu að þessu tilefni sem svo er skellt á grillið það hefur svikið engan.  Hugi á heiðurinn að þessari keppni og keppnin kölluð „keppnin hans Huga“ innan hópsins. Hugi stakk upp á nýju skipulagi í ræsingu að þessu sinni sem lagðist mis vel í mannskapinn!.
Victor Þór Sigurðsson stóð uppi sem sigurvegari á þessari 24.6km vegalengd í kringum Meðalfellið en hann er að ná að snúa Focus hjólinu á gríðarlegan snúning eins og sjá má á meðalhraðanum á kauða 34.2km

Heiðmörk

júlí 4th, 2011 | Posted by admin in Félagar | Keppnir - (9 Comments)

Á Fimmtudagskvöldið þreyttu nokkrir Bjartsmenn Heiðmerkuráskorun í blíðskapar veðri. Góð þáttaka var í keppninni eða um 150 manns. Keppt var í tveimur vegalegndum 12 og 24 km. Það er skemmst frá því að segja að Bjartsmenn voru á palli í þeim báðum. Victor Þór hélt uppteknum hætti og skilaði sér örugglega í mark á nýju Bjartsmeti en hann fór 24 km á 00:57:59 sem skilaði honum jafnframt á pall í aldursflokki. Bogi Leiknisson mætti ferskur til leiks eftir nokkra fjarveru, en hann er búinn að vera í stífum æfingabúðum  undanfarna mánuði. Æfingarnar skiluðu honum 3. Sæti á tímanum 33:03. Alment vou Bjartsmenn ánægðir með keppnina og ekki síst þær glæsilegu veitingar sem boðið var uppá eftir mótið.

Bláalónið 2011

júní 15th, 2011 | Posted by admin in Félagar | Hjólreiðar | Keppnir - (6 Comments)

Ljósmynd: Kiddi Bjartsmenn - Victor + Haukur stóri bróðir hans Árna

Bjartur sendi sína ferskustu fulltrúa til keppni í Bláalóninu um helgina. Keppnin fór fram við bestu hugsanlegu aðstæður og voru tímarnir eftir því.  Bestum árangri Bjartsmanna náði dísel sleggjan Victor Þór Sigurðsson en hann hjólaði á tímanum 2:04:57 sem er bæting um 20 min og 32 sek. Jafnframt er þetta lang besti árangur sem Bjartsmaður hefur náð í keppninni. Victor segir að lykillin að árangrinum felist í því að borða carbon í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Helsta vonarstjarna Bjatrs, Helgi Hinriksson lenti í því óhappi að sprengja tvívegis og var hann orðinn nokkuð örvæntingafullur um að geta lokið við keppnina vegna þessa. Hann lét það hinsvegar ekki stöðva sig og eftir að hafa fengið slöngu lánaða hjá öðrum keppenda hélt hann áfram og hjólaði uppi flesta þá sem tóku þátt og skilaði sér í mark á ótrúlegum tíma 2:20:11. Þess má geta að Helgi hjólaði upp alla félaga sína í Bjarti nema Victor.

Bjartur vill þakka mótshaldara fyrir virkilega vel heppnaðan viðburð sem og öðrum keppendum fyrir drengilega keppni. ***** af *****

24 Victor Þór Sigurðsson 02:04:57
78 Helgi Hinriksson 02:20:11
87 Ólafur Baldursson 02:21:17
95 Magni Þór Samsonarson 02:22:51
101 Árni Magnússon 02:23:31
110 Kristinn Samsonarson 02:25:53
185 Þorsteinn Lárusson 02:41:10
197 Örn Hrafnkelsson 02:42:26