Header

Bjarts rampurinn

janúar 27th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Bjarts rampurinn)

Árni Magg og Kristinn Sam gerðu sér lítið fyrir og smíðuðu startpall fyrir komandi keppnistímabil. Líklegast er þetta fyrsti sérsmíðaði hjólreiðapallurinn á Íslandi. Vel gert drengir!

Á hjólaspretti upp flóðlýstan Skólavörðustíginn

janúar 27th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Á hjólaspretti upp flóðlýstan Skólavörðustíginn)

Þeir voru kappsamir hjólreiðamennirnir sem tóku þátt í hjólasprettskeppni sem haldin var á Skólavörðustíg á föstudaginn en hún var liður í Reykjavíkurleikunum. Alls voru 24 keppendur skráðir til leiks en gatan var flóðlýst af þessu tilefni. Keppt var á 70 metra langri braut, en tveir keppendur kepptu í einu í einvígi. Það voru þau Ingvar Ómarsson og Margrét Pálsdóttir sem voru krýnd brekkusprettsmeistarar Íslands 2013.

[youtube]http://youtu.be/jWe4og40EmE[/youtube]

Uphill duel

janúar 4th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Uphill duel)

Föstudaginn 25. janúar kl.  19:00 verður haldið Uphill duel mót í miðbæ Reykjavíkur.

Spretturinn hefst neðst á Skólavörðustíg þar sem tveir etja kappi hverju sinni upp að næstu gatnamótum við Bergstaðastrætti ca. 70 metra sprettur.

Keppendur geta valið hvaða hjól sem er: BMX, fjallahjól, götuhjól eða fixed-gear   eða það hjól sem kemur viðkomandi hraðast þessa 70 metra í samhliða spretti þar sem einn fer áfram í næsta riðill þar til einungis tveir takast á í loka spretti.

Keppendum er raðað af handahófi í byrjun ( það verður framkvæmt af starfsmanni ÍBR)  og sá sem sigrar færist upp í næsta riðil og þannig koll af kolli þar til það standa eftir tvær konur og tveir karlar.

Fyrstu átta keppendurnir fá sjálfkrafa keppnisrétt að ári í Uphill duel.

Ef fjöldi þátttakenda fer yfir 32 verður haldið úrtökumótt ( nánari upplýsingar um úrtökumóttið  verða sendar þátttakendum ef með þarf eftir 18. Janúar).

Hér má sjá svipað mót. 

Skráning hér frá 3. janúar til og með 17. janúar.

Vefsíða um keppnina

Bjartur sendir jólakveðju!

desember 24th, 2012 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Bjartur sendir jólakveðju!)

Skarðsheiðin og Stálpastaðaskógur

október 15th, 2012 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Skarðsheiðin og Stálpastaðaskógur)

Hjólreiðafélagið Bjartur fór í æfingabúðir í Skorradalinn um síðustu helgi og voru 14 félagar mættir til að láta reyna á fjallahjólatæknina. Á laugardeginum var hjólað yfir Skarðsheiðina en á sunnudagsmorgunin var farið inn í Stálpastaðaskóg. Hrein út sagt frábær ferð. Gist var í tveimur sumarbúgörðum niður við vatnið.

Skarðsheiðin úr lofti á laugardeginum. ljósmynd: mbl.is