Header

Bjartur og Skógræktarfélag Reykjavíkur

maí 2nd, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Bjartur og Skógræktarfélag Reykjavíkur)

Hjólreiðafélagið Bjartur getur með stolti sagt að Magnússynir og Georg „Lumberjack“ hafi tekist að hanna stórskemmtilega braut í Vífilsstaðahlíð. Brautin fékk nafnið „Svartur“ og ætlunin er að útbúa fleiri slíkar í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur sem fær líka bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Foto

Haukur og Árni Magnússynir. Á myndina vantar Georg Vilhjálmsson.

Svarta brautin

apríl 24th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Svarta brautin)

brautarskodun_vifilsstadahlid

Brautarskoðun fer fram á morgun sumardaginn fyrsta kl 19 fyrir fyrstu alvöru fjallahjólakeppni sumarsins sem verður eftir viku. Brautin sem fengið hefur nafnið „Svartur“ er í Vífilstaðahlíð og er öllum fær. Við hvetjum alla áhugamenn um fjallahjólreiðar til að mæta. Hittumst við malbikaða bílastæðið.

CUBE Prologue I frestað

apríl 24th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við CUBE Prologue I frestað)

Bjatur metur öryggi keppenda ofar öllu. í ljósi þessa og þeirra aðstæðna sem uppi eru núnua ásamt óvissu með veður teljum við ekki forsvaranlegt að halda 1. CUBE Prologue mótið í kvöld. Fyrsta mótinu er því frestað um tvær vikur – til 6. maí. Skráðir keppendur munu fá póst þess efnis síðar í dag.

33

Cube Prologue á hjolamot.is

apríl 21st, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Cube Prologue á hjolamot.is)

Ný vefsíða, hjolamot.is er komin í loftið þar sem hjólreiðafólki gefst kostur á því að fá allar upplýsingar um mót sumarsins á einum stað. Hægt er að skrá sig í mót, skoða úrslit og fá nýjustu fréttir af viðburðum tengdum hjólreiðum á Íslandi.

Að baki vefsíðunni standa öll hjólreiðafélög á landinu sem eiga það öll sameiginlegt að vilja hafa upplýsingar aðgengilegar á einum stað. Keppnistímabilið hefst um miðja næstu viku með Prologue mótaröð Bjarts á Krísuvíkurvegi. Skráið ykkur hér á hjolamot.is

CUBE PROLOGUE 1

Búið að ræsa flugmóðurskipið!

apríl 18th, 2013 | Posted by admin in Allgemein | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Búið að ræsa flugmóðurskipið!)

Næstkomandi miðvikudagskvöld, seinasta dag vetrar, fer fram fyrsta keppni af fjórum í CUBE prologue mótaröðinni.  Að venju er mikil spenna fyrir fyrstu keppni enda til mikils að vinna. Skránig í mótin fer fram á hinum nýja og glæsilega vef hjólreiðanefndar ÍSÍ, hjolamot.is  Bjartur lofar miklju fjöri, meðvind og almennu stuði á keppnisdag.

Þann 1. mai verður fyrsta fjallahjólakeppni ársins haldin á spánýrri braut, „Svartur“ í Vífilstaðahlíð. Á þessari 4,3 km braut er allt sem góð braut þarf að hafa – keppendur leggja svo sjálfir til blóð, svita og tár. Spariklæddir Bjartsmenn bjóða upp á brautarskoðun dagana: 21.Apríl kl 12:00 25.Apríl kl 19:00 28.Apríl kl 12.00.

831b425aeed4119908a2fe05e57839e4