Header

Æfinga- og skemmtibúðir Bjarts í sveitinni

maí 14th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Æfinga- og skemmtibúðir Bjarts í sveitinni)

img_4468

Bjartur ætlar í Skorradal 31. maí – 1. júní, eins og áður verðum við í tveimur sumarbústöðum í landi Vatnsenda sem er að norðan verðu við vatnið. Stefnan er að við hittumst við Ásvallalaug kl. 8:30 á laugardagsmorgni 31. maí og förum af stað þaðan ekki síðar en kl. 8:45 og byrjum að hjóla um kl 11. Að öllum líkindum förum við línuveg upp úr Skorradal og niður Lundareykjadal þann dag og um kvöldið grillum við saman feita hamborgara og drekkum „recovery“ drykki og látum þreytuna líða úr skrokknum í heita pottinum.

Á sunnudeginum verður ræst með kjarngóðum morgunverði og svo förum við annað hvort hringinn í kring um vatnið eða á skógarstíga. Áætluð heimkoma er um kaffileytið. Kostnaður á mann er 2.000,- kr. Svo sameinast menn í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á föstudeginum verður einnig ferð úr bænum um kl. 19 og þá yrðri tekinn auka hjólatúr í dalnum eða nágrenni hans um kvöldið, en þá þarf að hafa nesti fyrir kvöldið og laugardagsmorguninn.

Athugið að það er takmarkað gistirými við ca: 25 í rúmi/koju, svo fyrstur kemur fyrstur fær rúm/koju. Einhverjir gætu því þurft að láta sér duga dýnu á gólfi. Svo er líka í boði að mæta bara annanhvorn daginn og sleppa gistingunni.

Varðandi flutning á hjólunum, þá erum við með toppgrindur, grindur til að hengja á dráttarkúlur og svo kerrur, þannig að það ættu öll hjól að komast auðveldlega með.

Fararstjórar: Jóhann j.samsonarson@gmail.com og Hallgrímur hallithorvalds@gmail.com

Hyundai lætur hjólin snúast

maí 11th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hyundai lætur hjólin snúast)

1012567_10152194135952979_1814005242014596990_n

Hjóladagur Hyundai einkenndist af jákvæðri og skemmtilegri stemmningu í Kauptúni 1. Hjólreiðafélagið Bjartur vill þakka Hyundai á Íslandi fyrir flotta umgjörð og þátttakendum fyrir að velja rétt. Hérna má sjá úrslit úr fjallahjólasprettinum: http://hjolamot.is/keppnir/68

Hjóladagur Hyundai

maí 6th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hjóladagur Hyundai)

Skemmtileg fjallahjólakeppni og fjölskyldusamhjól um Heiðmörk
Fjallahjólakeppni Hyundai er á laugardaginn næstkomandi 10 maí. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart og hefst stundvíslega klukkan 12 við Hyundai húsið Kauptúni 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir út klukkan 12:45.

Hjólað verður frá nýja Hyundai umboðinu í Kauptúni 1, beinustu leið inn á fallegar hjólaleiðir Heiðmerkur. Sérstök áhersla er lögð á að hjólaleiðin sé skemmtileg upplifun fyrir alla fjöldkylduna með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum og fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf veginn við Flóttamannaleið. Þeir sem lengra komnir í hjólasportinu fá einnig eitthvað við sitt hæfi því Hjólafélagið Bjartur leggur krefjandi braut sem gaman verður að reyna sig í.

santafeaukahlutir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar og tímasetning
Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. A flokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 10 km langa braut um Moldargötur og inn á Grásteinsstíg. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega merkta leið í umhverfi Heiðmerkur.

Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning
Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á laugardaginn kemur.

Verðlaunin – ekki af verri endanum!

Fyrstu verðlaun í A flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Humarhúsið að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

Grillveisla við leiðarlok

Hyundai býður öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Viðgerðarnámskeið Bjarts

apríl 15th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Viðgerðarnámskeið Bjarts)

Viðgerðarnámskeið Bjarts

Laugardaginn 3. maí klukkan 16 mun Bjartur bjóða félögum upp á grunnnámskeið í viðhaldi og viðgerðum á reiðhjólum á verkstæði TRI. Námskeið tekur um 2 tíma þar sem farið er í stillingu á hjólinu fyrir notandann, þrif og smurningu, gert við sprungið dekk, lagaðar bremsur og stilltir gírar. Námskeiðið er Bjartsfélögum að kostnaðarlausu. Léttar veitingar verða í boði. Skráðu þig hér.

Kennari er Jóhann Sigurjónsson

Hlökkum til að sjá þig!

Ársskýrsla 2013

mars 28th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Ársskýrsla 2013)

voxtur

Aðalfundur Bjarts var haldinn í gær og var farið yfir starfsemina og reikninga félagsins. Stjórnin sagði allt vera í góðu. Árni Magg hætti í stjórn og inn kom Gunni Stef.
Hér má sjá ársskýrslu stjórnar 2013.