Header

Hjóladagur Hyundai 23. maí

maí 1st, 2015 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Hjóladagur Hyundai 23. maí)

hjoladagur_01

Hjóladagur Hyundai verður haldinn í annað sinn þann 23. maí næstkomandi í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn í fyrra tókst með eindæmum vel og var þátttaka góð bæði meðal þeirra sem vildu spreyta sig á verðlaunasæti en ekki síður meðal þeirra sem vildu taka fjölskylduna með í skemmtilegan hjólatúr um Heiðmörk. Laugardaginn 23. maí næstkomandi flautum við aftur til leiks stundvíslega kl. 12:00 við höfuðstöðvar Hyundai Kauptún 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12:45

hyundai_kauptun

Hjólreiðafélagið Bjartur hefur veg og vanda af lagningu hjólaleiðanna sem verða með breyttu sniði og meira krefjandi fyrir keppnisflokka kvenna og karla en eins og í fyrra verður sérstök áhersla lögð á að hjólaleiðin fyrir fjölskylduna sé skemmtileg upplifun með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum þar sem fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf akstursleiðir bíla.

Flokkar og tímasetning

Keppt verður í flokki karla og kvenna. Keppnisflokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 15 km. langa braut um Moldargötur og inn á Grásteinsstíg. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega leið í umhverfi Heiðmerkur.

Glæsileg verðlaun

Fyrstu verðlaun í flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Grillmarkaðinn að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

TRI CUBE

Reiðhjólaverslunin TRI umboðsaðili CUBE verður með aðstöðutjald og útstillingar á nýjum hjólum á staðnum. Þátttakendur geta fengið aðstoð fagmanna og ráðleggingar um stillingar og grunnviðhald hjólanna auk þess sem CUBE stendur fyrir 1 km sprettþraut verður haldin í sýningarsal Hyundai. Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning

Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á hjóladaginn sjálfan laugardaginn 23. maí. Vinsamleg ábending til þeirra sem skjá sig hjá Hyundai á laugardeginum er að mæta ekki síðar en 11:15

Grillveisla og verðlaunaafhending

Að keppni lokinni, meðan verðlaunaafhendingin fer fram, býður Hyundai og Hjólreiðafélagið Bjartur öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts

mars 5th, 2015 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts)

Ágæti félagi.

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015 n.k. og verður fundurinn haldinn í elin.is og hefst stundvíslega kl. 20:30 með skýrslu stjórnar.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins og er eftirfarandi:

 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 10. grein.
 6. Kosning í 5 manna stjórn félagsins;
  1. kosinn formaður,
  2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn.
 7. Kosning tveggja varamanna.
 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 9. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda.
 10. Önnur mál.

Fundi verður slitið í síðasta lagi kl. 22 og er þá er hugmyndin að færa sig niður í bæ á Silfrið og fagna komandi sumri.


f.h. stjórnar Bjarts

Hjólreiðasamband Íslands krýnir bikarmeistara og kýs hjólreiðafólk ársins 2014

desember 11th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hjólreiðasamband Íslands krýnir bikarmeistara og kýs hjólreiðafólk ársins 2014)

hjolreidafolk_arsins

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) krýndi sína fyrstu bikarmeistara við verðlaunaafhendingu 2. desember sl. Jafnframt var tilkynnt við þessa verðlaunaafhendingu hverjir hefðu verið kosnir sem hjólreiðakona og hjólreiðakarl ársins 2014 og efnilegastu unglingar í kvenna­ og karlaflokki fengu viðurkenningar.

Á árinu 2014 var keppt í þremur bikarkeppnum í mismunandi keppnisgreinum hjólreiða innan HRÍ, en þessar keppnisgreinar voru götuhjólreiðar, tímataka og fjallahjólreiðar. Í öllum þessum greinum voru haldin 4 bikarmót sem dreifðust yfir allt sl. sumar. Bikarmeistarar voru sem hér segir:

Götuhjólreiðar
Kvennaflokkur: María Ögn Guðmdundsdóttir, Tindur
Karlaflokkur: Hafsteinn Ægir Geirsson, Tindur

Tímataka
Kvennaflokkur Birna Björnsdóttir, 3SH
Karlaflokkur Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH

Fjallahjólreiðar
Kvennaflokkur María Ögn Guðmundsdóttir, Tindur
Karlaflokkur Ingvar Ómarsson, Tindur

Nánari úrslit má sjá á vefsíðu HRÍ, www.hjolamot.is

Aðildarfélög HRÍ kusu hverjir yrðu tilnefndir sem hjólreiðafólk ársins 2014. Úrslit úr þessari kosningu fóru á þá leið að María Ögn Guðmundsdóttir úr hjólreiðafélaginu Tindi var kosin hjólreiðakona ársins. Í karlaflokki var það Ingvar Ómarsson sem hlaut þennan heiður, en hann er einnig í hjólreiðafélaginu Tindi. Bæði áttu þau frábært keppnistímabil að baki og eru vel að að þessum heiðri komin.

Að lokum voru efnilegustu unglingarnir heiðraðir með sérstakri viðurkenningu. Í kvennaflokki var það Kristín Edda Sveinsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem var kosin efnilegasti unglingurinn í kvennaflokki. En þess má til gamans geta að þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Í karlaflokki var það Óðinn Örn Einarsson úr hjólreiðafélaginu Hjólamenn sem var kosinn efnilegasti unglingurinn.

­­­­­­Um HRÍ:
Hjólreiðasamband Íslands var stofnað 20. júní sl. og er 30. sérsambandið innan ÍSÍ. Hjólreiðaíþróttir eru í dag stundaðar innan vébanda fimm héraðssambanda/íþróttabandalaga í átta félögum/deildum en íþróttin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Stjórn HRÍ er þannig skipuð:

David Robertsson (Tindur), formaður
Albert Jakobsson (Hjólreiðafélag Reykjavíkur), meðstjórnandi
Arnar Geirsson (Bjartur), meðstjórnandi
Sigurgeir Agnarsson (Hjólamenn), gjaldkeri
Þorgerður Pálsdóttir (Tindur), ritari.

Með vindinn í bakið

maí 29th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Með vindinn í bakið)
Prologue CUBE

F.v. Margrét Pálsdóttir, Óskar Ómarsson, Hákon Hrafn Sigurðsson, Birna Björnsdóttir.

Sigurvegarar í Cube Prologue 1 voru öll vel yfir hámarkshraða í þéttbýli sem er 50 kílómetrar á klst. Á besta tíma kvöldsins var Hákon Hrafn 3SH en hann hjólaði 7.2 kílometra á 6 mínútum og 49 sekúndum. Meðalhraði upp á 63,4 km/klst.

Í opnum flokki sigruðu Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir, 3SH. Í flokki Götuhjóla sigraði Óskar Ómarsson úr Tindi og Margrét Pálsdóttir úr HFR. En hér má sjá alla tíma í keppninni á hjolamot.is

Skráningu lýkur 27. maí

maí 19th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Skráningu lýkur 27. maí)

Cube prologue