Header

Criterium keppni HFR 2012

maí 6th, 2012 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Criterium keppni HFR 2012)

Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur annan bikar í Götuhjólreiðum Criterium fimmtudaginn 10. maí kl. 19:30 2012. Keppnin verður haldin í Vallarhverfi nánar Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Keppnin hefst kl. 19:30 . Brautin er 1,97 km. Allar nánari upplýsingar á vefsvæði HFR www.hfr.is svo er facebook atburður keppninnar hér:

Við hvetjum alla til að skrá sig hér til leiks.

Hvað er criterium?
Criterium (crit). = Hringkeppni (á götuhjóli) er keppnir sem eru venjulega haldnar á stuttum og lokuðum hring. Stundum er notað það fyrirkomulag að aftasti keppandi er úr leik þegar fremsti keppandi hefur hringað hann.

Myndir frá Cube Prolouge

apríl 26th, 2012 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Myndir frá Cube Prolouge)
Hafsteinn Ægir Geirsson

Hafsteinn Ægir Geirsson náði besta tíma í opnum flokki karla

Bogi Leiknisson einn af hirðljósmyndurum Bjarts er hér með flotta syrpu af myndum úr fyrsta mótinu.

Svipmyndir frá keppninni

apríl 25th, 2012 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Svipmyndir frá keppninni)

Nú fara að týnast inn myndir og myndbönd af keppninni í gær. Við munum uppfæra síðuna um leið og þær berast.

 

Sjónvarpið kom á staðinn og birti umfjöllun í íþróttafréttum

 

Hjólreiðakeppni í Reykjavík árið 1920

apríl 4th, 2012 | Posted by admin in Allgemein | Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Hjólreiðakeppni í Reykjavík árið 1920)

Þessi mynd var tekin í Reykjavík einhvers staðar á árunum 1920 til 1925. Ekki er vitað með vissu hvaða hjólreiðakeppni þetta er en Bjartur ætlar að komast að því. Þeir sem vita betur geta sent okkur tölvupóst.

Samhjól á sunnudaginn

mars 27th, 2012 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Samhjól á sunnudaginn)

Hjólreiðafélagið Tindur heldur samhjól sunnudaginn 1. apríl og hvetjum við alla til að mæta.  Mæting er við Kríu á Hólmaslóð 2 og stefnt er á að leggja af stað kl. 10:00. Hjólað verður skemmtilegan hring við allra hæfi.