Header

Author Archives: admin

Aðalfundur 27. mars

mars 11th, 2014 | Posted by admin in Félagar | Tilkynningar - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 27. mars)

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 og verður fundurinn haldinn í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst stundvíslega kl. 20:00 með skýrslu stjórnar.

Gullstangir

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins og er eftirfarandi:

 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 3. Gullstangir taldar og lagðar fram til samþykktar.
 4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 10. grein.
 6. Kosning í 5 manna stjórn félagsins;
  1. kosinn formaður,
  2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn.
 1. Kosning tveggja varamanna.
 2. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 3. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda.
 4. Önnur mál.

Fundi verður slitið í síðasta lagi kl. 22 og er þá er hugmyndin að halda í næsta hús til að skála.

Samhjól á gamlársdag – 31. desember 2013

desember 16th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Samhjól á gamlársdag – 31. desember 2013)

Samhjól á gamlársdagsmorgun. Hjóluð verður skemmtileg leið sem hentar öllum og eftir túrinn verður hægt að fara í heitu pottana í Sundhöll Hafnarfjarðar.

Lagt verður stundvíslega af stað kl. 9:01 frá Sundhöll Hafnarfjarðar. Hjólað verður í tæplega einn klukkutíma á hraða sem hentar öllum og verður hópnum reglulega safnað saman.  Leiðin er stutt og að mestu flöt.

Eftir túrinn er síldarveisla í andyri Sundhallarinnar og hægt verður að skella sér í heitu pottana til kl. 11. Munið eftir sundfötum og góða skapinu.

“Gamla” sundhöllin er á Herjólfsgötu 10 í vesturbæ Hafnarfjarðar. Ef hjólaður er strandstígurinn þá er ekki annað hægt en að rekast á hana. Sundhöllin var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði og er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft og rómaða umhverfi.

Kort: http://goo.gl/maps/xEW9l

Aðalfundur hjólreiðanefndarinnar 5. nóv.

október 24th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur hjólreiðanefndarinnar 5. nóv.)

Reading-paper-on-bike

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur hjólreiðanefndar ÍSÍ verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember 2013 í sal-E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20. Á fundinum verður meðal annars farið yfir starfsemina á árinu og reikninga félagsins.

Prolouge frestað um viku

ágúst 27th, 2013 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Prolouge frestað um viku)

tt_leute_016

Íslandsmótið í fjallahjólreiðum

ágúst 15th, 2013 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Íslandsmótið í fjallahjólreiðum)

hvaleyrarvatn

Mótið fer fram núna á laugardaginn við Hvaleyrarvatn og verða keppendur ræstir af stað stundvíslega kl. 10. Við hvetjum sem flesta til að mæta og sjá þá bestu reyna sig í bleiku brautinni. Athugið verður ekki fyrir viðkvæmar sálir. Fyrir þá sem ekki hafa gert upp hug sinn og langar að hjóla með ættu að henda inn skráningu á http://hjolamot.is/keppnir/29

Brautarskoðun verður á hverju kvöldi fram að keppni. kl 20:30. Hittumst við Hvaleyrarvatn, bílastæðið nær Krísuvíkurvegi.