Header

Author Archives: admin

Hyundai lætur hjólin snúast

maí 11th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hyundai lætur hjólin snúast)

1012567_10152194135952979_1814005242014596990_n

Hjóladagur Hyundai einkenndist af jákvæðri og skemmtilegri stemmningu í Kauptúni 1. Hjólreiðafélagið Bjartur vill þakka Hyundai á Íslandi fyrir flotta umgjörð og þátttakendum fyrir að velja rétt. Hérna má sjá úrslit úr fjallahjólasprettinum: http://hjolamot.is/keppnir/68

Hjóladagur Hyundai

maí 6th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hjóladagur Hyundai)

Skemmtileg fjallahjólakeppni og fjölskyldusamhjól um Heiðmörk
Fjallahjólakeppni Hyundai er á laugardaginn næstkomandi 10 maí. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart og hefst stundvíslega klukkan 12 við Hyundai húsið Kauptúni 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir út klukkan 12:45.

Hjólað verður frá nýja Hyundai umboðinu í Kauptúni 1, beinustu leið inn á fallegar hjólaleiðir Heiðmerkur. Sérstök áhersla er lögð á að hjólaleiðin sé skemmtileg upplifun fyrir alla fjöldkylduna með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum og fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf veginn við Flóttamannaleið. Þeir sem lengra komnir í hjólasportinu fá einnig eitthvað við sitt hæfi því Hjólafélagið Bjartur leggur krefjandi braut sem gaman verður að reyna sig í.

santafeaukahlutir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar og tímasetning
Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. A flokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 10 km langa braut um Moldargötur og inn á Grásteinsstíg. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega merkta leið í umhverfi Heiðmerkur.

Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning
Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á laugardaginn kemur.

Verðlaunin – ekki af verri endanum!

Fyrstu verðlaun í A flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Humarhúsið að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

Grillveisla við leiðarlok

Hyundai býður öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Viðgerðarnámskeið Bjarts

apríl 15th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Viðgerðarnámskeið Bjarts)

Viðgerðarnámskeið Bjarts

Laugardaginn 3. maí klukkan 16 mun Bjartur bjóða félögum upp á grunnnámskeið í viðhaldi og viðgerðum á reiðhjólum á verkstæði TRI. Námskeið tekur um 2 tíma þar sem farið er í stillingu á hjólinu fyrir notandann, þrif og smurningu, gert við sprungið dekk, lagaðar bremsur og stilltir gírar. Námskeiðið er Bjartsfélögum að kostnaðarlausu. Léttar veitingar verða í boði. Skráðu þig hér.

Kennari er Jóhann Sigurjónsson

Hlökkum til að sjá þig!

Sjálfsmyndir Bjarts

apríl 10th, 2014 | Posted by admin in Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Sjálfsmyndir Bjarts)

bjartur_selfie

Stutt stop í Bláfjallabrekkunni.

Ársskýrsla 2013

mars 28th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Ársskýrsla 2013)

voxtur

Aðalfundur Bjarts var haldinn í gær og var farið yfir starfsemina og reikninga félagsins. Stjórnin sagði allt vera í góðu. Árni Magg hætti í stjórn og inn kom Gunni Stef.
Hér má sjá ársskýrslu stjórnar 2013.