Header

Author Archives: admin

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts

mars 5th, 2015 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts)

Ágæti félagi.

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015 n.k. og verður fundurinn haldinn í elin.is og hefst stundvíslega kl. 20:30 með skýrslu stjórnar.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins og er eftirfarandi:

 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 10. grein.
 6. Kosning í 5 manna stjórn félagsins;
  1. kosinn formaður,
  2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn.
 7. Kosning tveggja varamanna.
 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 9. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda.
 10. Önnur mál.

Fundi verður slitið í síðasta lagi kl. 22 og er þá er hugmyndin að færa sig niður í bæ á Silfrið og fagna komandi sumri.


f.h. stjórnar Bjarts

Hjólreiðasamband Íslands krýnir bikarmeistara og kýs hjólreiðafólk ársins 2014

desember 11th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hjólreiðasamband Íslands krýnir bikarmeistara og kýs hjólreiðafólk ársins 2014)

hjolreidafolk_arsins

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) krýndi sína fyrstu bikarmeistara við verðlaunaafhendingu 2. desember sl. Jafnframt var tilkynnt við þessa verðlaunaafhendingu hverjir hefðu verið kosnir sem hjólreiðakona og hjólreiðakarl ársins 2014 og efnilegastu unglingar í kvenna­ og karlaflokki fengu viðurkenningar.

Á árinu 2014 var keppt í þremur bikarkeppnum í mismunandi keppnisgreinum hjólreiða innan HRÍ, en þessar keppnisgreinar voru götuhjólreiðar, tímataka og fjallahjólreiðar. Í öllum þessum greinum voru haldin 4 bikarmót sem dreifðust yfir allt sl. sumar. Bikarmeistarar voru sem hér segir:

Götuhjólreiðar
Kvennaflokkur: María Ögn Guðmdundsdóttir, Tindur
Karlaflokkur: Hafsteinn Ægir Geirsson, Tindur

Tímataka
Kvennaflokkur Birna Björnsdóttir, 3SH
Karlaflokkur Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH

Fjallahjólreiðar
Kvennaflokkur María Ögn Guðmundsdóttir, Tindur
Karlaflokkur Ingvar Ómarsson, Tindur

Nánari úrslit má sjá á vefsíðu HRÍ, www.hjolamot.is

Aðildarfélög HRÍ kusu hverjir yrðu tilnefndir sem hjólreiðafólk ársins 2014. Úrslit úr þessari kosningu fóru á þá leið að María Ögn Guðmundsdóttir úr hjólreiðafélaginu Tindi var kosin hjólreiðakona ársins. Í karlaflokki var það Ingvar Ómarsson sem hlaut þennan heiður, en hann er einnig í hjólreiðafélaginu Tindi. Bæði áttu þau frábært keppnistímabil að baki og eru vel að að þessum heiðri komin.

Að lokum voru efnilegustu unglingarnir heiðraðir með sérstakri viðurkenningu. Í kvennaflokki var það Kristín Edda Sveinsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem var kosin efnilegasti unglingurinn í kvennaflokki. En þess má til gamans geta að þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Í karlaflokki var það Óðinn Örn Einarsson úr hjólreiðafélaginu Hjólamenn sem var kosinn efnilegasti unglingurinn.

­­­­­­Um HRÍ:
Hjólreiðasamband Íslands var stofnað 20. júní sl. og er 30. sérsambandið innan ÍSÍ. Hjólreiðaíþróttir eru í dag stundaðar innan vébanda fimm héraðssambanda/íþróttabandalaga í átta félögum/deildum en íþróttin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Stjórn HRÍ er þannig skipuð:

David Robertsson (Tindur), formaður
Albert Jakobsson (Hjólreiðafélag Reykjavíkur), meðstjórnandi
Arnar Geirsson (Bjartur), meðstjórnandi
Sigurgeir Agnarsson (Hjólamenn), gjaldkeri
Þorgerður Pálsdóttir (Tindur), ritari.

Með vindinn í bakið

maí 29th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Með vindinn í bakið)
Prologue CUBE

F.v. Margrét Pálsdóttir, Óskar Ómarsson, Hákon Hrafn Sigurðsson, Birna Björnsdóttir.

Sigurvegarar í Cube Prologue 1 voru öll vel yfir hámarkshraða í þéttbýli sem er 50 kílómetrar á klst. Á besta tíma kvöldsins var Hákon Hrafn 3SH en hann hjólaði 7.2 kílometra á 6 mínútum og 49 sekúndum. Meðalhraði upp á 63,4 km/klst.

Í opnum flokki sigruðu Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir, 3SH. Í flokki Götuhjóla sigraði Óskar Ómarsson úr Tindi og Margrét Pálsdóttir úr HFR. En hér má sjá alla tíma í keppninni á hjolamot.is

Skráningu lýkur 27. maí

maí 19th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Skráningu lýkur 27. maí)

Cube prologue

Æfinga- og skemmtibúðir Bjarts í sveitinni

maí 14th, 2014 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Æfinga- og skemmtibúðir Bjarts í sveitinni)

img_4468

Bjartur ætlar í Skorradal 31. maí – 1. júní, eins og áður verðum við í tveimur sumarbústöðum í landi Vatnsenda sem er að norðan verðu við vatnið. Stefnan er að við hittumst við Ásvallalaug kl. 8:30 á laugardagsmorgni 31. maí og förum af stað þaðan ekki síðar en kl. 8:45 og byrjum að hjóla um kl 11. Að öllum líkindum förum við línuveg upp úr Skorradal og niður Lundareykjadal þann dag og um kvöldið grillum við saman feita hamborgara og drekkum „recovery“ drykki og látum þreytuna líða úr skrokknum í heita pottinum.

Á sunnudeginum verður ræst með kjarngóðum morgunverði og svo förum við annað hvort hringinn í kring um vatnið eða á skógarstíga. Áætluð heimkoma er um kaffileytið. Kostnaður á mann er 2.000,- kr. Svo sameinast menn í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á föstudeginum verður einnig ferð úr bænum um kl. 19 og þá yrðri tekinn auka hjólatúr í dalnum eða nágrenni hans um kvöldið, en þá þarf að hafa nesti fyrir kvöldið og laugardagsmorguninn.

Athugið að það er takmarkað gistirými við ca: 25 í rúmi/koju, svo fyrstur kemur fyrstur fær rúm/koju. Einhverjir gætu því þurft að láta sér duga dýnu á gólfi. Svo er líka í boði að mæta bara annanhvorn daginn og sleppa gistingunni.

Varðandi flutning á hjólunum, þá erum við með toppgrindur, grindur til að hengja á dráttarkúlur og svo kerrur, þannig að það ættu öll hjól að komast auðveldlega með.

Fararstjórar: Jóhann j.samsonarson@gmail.com og Hallgrímur hallithorvalds@gmail.com