Header

Author Archives: admin

Skemmtiferð Bjarts í sveitina

apríl 21st, 2015 | Posted by admin in Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Skemmtiferð Bjarts í sveitina)

skorr

Bjartur ætlar að skemmta sér í Skorradal helgina 16.-17. maí, og verðum við í tveimur sumarbústöðum í landi Vatnsenda sem er við vatnið norðanvert. Við hittumst við Ásvallalaug kl. 8:30 á laugardagsmorgun og leggjum í hann korteri seinna.

Áætlað er að byrja að hjóla um ellefuleytið. Leiðin verður um léttan línuveg upp úr Skorradal og niður Lundareykjadal og um kvöldið grillum við saman ríkisborgara og förum í endurheimt. Heitu pottarnir verða á sínum stað. Á sunnudeginum verður ræst með kjarngóðum morgunverði og farið verður hringinn í kring um vatnið, skógarstíga eða sveitarrúnt. Áætluð heimkoma er um kaffileytið á sunnudegi.

Kostnaður á mann er 2.000,- kr. Sameinast verður í bíla og eldsneytiskostnaður deilist á farþega. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á föstudeginum verður ferð úr bænum kl. 19 og tekinn auka hjólatúr í dalnum eða nágrenni hans um kvöldið, en þá þarf að hafa nesti fyrir kvöldið og laugardagsmorguninn.

Athugið að það er takmarkað gistirými ca: 25 í rúmi eða koju, svo fyrstur kemur fyrstur fær. Einhverjir gætu því þurft að láta sér duga dýnu á gólfi. Svo er líka í boði að mæta bara og sleppa gistingunni.

Flutningur á hjólunum: Erum með toppgrindur, festingar á dráttarkúlur og svo kerrur, þannig að öll hjól komast með.

Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 12. maí hjá Jóhanni j.samsonarson@gmail.com eða Hallgrími hallithorvalds@gmail.com en þeir veita allar nánari upplýsingar.

skorrgrupp

Línuvegurinn hans Halla reyndist mörgum erfiður í fyrra. Samkvæmt heimildum verður leiðin ekki eins erfið í ár.

 

Tölum hjólreiðar upp!

apríl 13th, 2015 | Posted by admin in Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Tölum hjólreiðar upp!)

Bjartur á facebook

Nú eru nokkrir dagar í sumardaginn fyrsta og hér er uppfærsla á því helst sem hefur gerst og er framundan hjá okkur. Aðalfundur var haldinn 19. mars og var öll stjórnin endurkosin og almenn sátt með niðurstöðu síðasta árs. Í stjórn sitja Arnar Geirsson formaður, Gunnar Stefánsson gjaldkeri, Örn Hrafnkelsson ritari, Kristinn Samsonarson og Ólafur Baldursson meðstjórnendur. Hér er hlekkur í ársreikninga og eins og sést hefur félagið nægt handbært fé milli handa. Stjórnin ákvað að færa þeim félögum sem höfðu greitt félagsgjaldið fyrir 19. mars gjafabréf í TRI fyrir 12.000,- kr.

Tölum hjólreiðar upp, virðum umferðarreglur og eigum góð samskipti!

Bjartur leggur mikla áherslu á góð samskipti. Við trúum því að þú eigir stóran þátt í að skapa hjólreiðarmenningu sem er að myndast hér á landi. Sýnum háttvísi bæði á hjólinu og án þess. Ekki vera með niðrandi athugasemdir á samfélagsmiðlum um félaga, félag, mótshaldara eða aðra í hjólahreyfingunni.

Taktu þessa daga frá!

  • 9. maí kl. 16:30, viðgerðanámskeið fyrir félagsmenn í TRI
  • 23. maí kl. 12:00, Hjóladagur Hyundai í Kauptúni og partý um kvöldið
  • 27. maí kl. 19:00, CUBE Prologue I á Krísuvíkurvegi

Eltu okkur hér!

(meira…)

Halldór einfaldlega bestur!

apríl 11th, 2015 | Posted by admin in Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Halldór einfaldlega bestur!)
Halldór Halldórsson

Indoor Prologue Champion 2015

Í dag fór fram keppnin “Indoor Prologue Champion 2015” sem fellst í því að hjóla 7.2 kílómetra á sem skemmstum tíma inni. Gleðipúkinn og díselvélin Halldór Halldórsson kom engum á óvart og sigraði á nýju heimsmeti en hann hjólaði vegalengdina á 6 mínútum og tíu sekúndum.

Í öðru sæti og aðeins 7 sekúndum á eftir Halldóri varð Gísli Ágúst Guðmundsson á 06:17. Jóhann Thorarensen sem veðbankarnir spáðu fyrsta sætinu kom þriðji í mark á tímanum 06:35. Þessi keppni var loka tíminn í HjólTRX hjá elin.is og þar með er búið að sleppa innpúkunum út í sumarið. Virkilega flottur og skemmtilegur hópur sem mun nú verða sýnilegri á götum bæjarins.

Hér má sjá úrslit úr mótinu. (meira…)

Nýr félagsgalli

mars 23rd, 2015 | Posted by admin in Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Nýr félagsgalli)

Bjartsgallinn

Hjólreiðafélagið Bjartur kynnir nýjan og glæsilegan félagsgalla en hann kemur frá kanadíska vörumerkinu Louis Garneau. Á meðfylgandi mynd má sjá hvernig hann lítur út. Gallinn er til sölu í TRI

Hjóla REIF

mars 20th, 2015 | Posted by admin in Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Hjóla REIF)

Leyfðu barninu í þér að koma inn að hjóla!

Bjartur hjóla reif