Header

Author Archives: admin

Þér er boðið!

mars 3rd, 2016 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Þér er boðið!)

Golden bar

á aðalfund Hjólreiðafélagsins Bjarts
fimmtudaginn 17. mars, 2016, kl. 20:00 í Strandgötu
(Græni salurinn, Íþróttahúsinu við Strandgötu, 220 Hafnarfjörður)

Kynntu þér hvernig stjórninni hefur gengið
Bjóddu þig fram í nýja stjórn – info@bjartur.org
Hittu meðlimi og vertu með í kosningu
Spyrðu spurninga og taktu þátt í uppbyggingu
Þú færð flottar veitingar

Kveðja, Stjórnin

Partíið verður laugardaginn 19. september

september 3rd, 2015 | Posted by admin in Allgemein | Félagar - (Slökkt á athugasemdum við Partíið verður laugardaginn 19. september)

 

Ástjarnarspretturinn

Búgarðinum verður breytt í skemmtistað laugardaginn 19. september. Innanfélagsmótið “Ástjarnarspretturinn” verður á sínum stað fyrir þá sem vilja keppni. Þeir sem vilja bara partí þá hefst veislan um sjöleytið. Mætum og nuddum saman öxlum!

Vinsamlegast skráið ykkur hér https://docs.google.com/…/1Y7x4fAE2wM1PwnUGXt0GYyI…/viewform

16:00 Barna- og unglingaspretturinn (1 hringur)

17:30 Ástjarnarspretturinn (5 hringir)
1 upphitunarhringur fyrir þá sem treysta sér
Ein ræsing með tímatökubúnaði

18:30 Heitir pottar og skjaldsveinar bera fram drykki úr hjólbörum
Verðlaunaafhending
Orðið laust

20:30 Borðhald hefst þar sem boðið verður upp á léttar veitingar

Verð 4.000,- kr á mann. (fyrir félagsmenn 3.000 kr.)

Allir velkomnir!

Hyundai fjallahjólamótið 23. maí

maí 21st, 2015 | Posted by admin in Allgemein - (Slökkt á athugasemdum við Hyundai fjallahjólamótið 23. maí)

cube_tri_2015

Laugardaginn n.k. byrjum við upphitun stundvíslega kl. 12 við höfuðstöðvar Hyundai – beint á móti IKEA. Ekkert þátttökugjald er í keppnina og fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12:45.

Karla- og kvennaflokkur keppir í 11.4 km langri braut um Moldargötur, inn á Heiðmerkurveg og til baka niður Vífilsstaðahlíð – Urriðakotshraun.

**Flottustu verðlaun sumarsins í flokki karla og kvenna!**
1. sæti: 70.000,- kr.
2. sæti: iPad Mini
3. sæti: 20.000,- kr. gjafabréf á Grillmarkaðinn

*Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu*

Grillveisla og kaffitár strax að lokinni keppni.

Skráðu þig núna á http://hjolamot.is/keppni/115

‪#‎hjoladagur‬

Hjólað í vinnuna í Hafnarfirði

maí 13th, 2015 | Posted by admin in Hjólreiðar - (Slökkt á athugasemdum við Hjólað í vinnuna í Hafnarfirði)

hjoladivinnuna

Hjólreiðafélagið Bjartur og Kaffitár sáu um að klappa fólki á bakið og gefa því brakandi kaffitár í morgunsárið. Þeir sem hjóluðu við gátu líka fengið ferskt loft í dekkin. Hér má sjá nokkrar myndir https://instagram.com/bjarturcc/

hjoladivinnuna_1

Hjóladagur Hyundai 23. maí

maí 1st, 2015 | Posted by admin in Allgemein | Keppnir - (Slökkt á athugasemdum við Hjóladagur Hyundai 23. maí)

hjoladagur_01

Hjóladagur Hyundai verður haldinn í annað sinn þann 23. maí næstkomandi í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn í fyrra tókst með eindæmum vel og var þátttaka góð bæði meðal þeirra sem vildu spreyta sig á verðlaunasæti en ekki síður meðal þeirra sem vildu taka fjölskylduna með í skemmtilegan hjólatúr um Heiðmörk. Laugardaginn 23. maí næstkomandi flautum við aftur til leiks stundvíslega kl. 12:00 við höfuðstöðvar Hyundai Kauptún 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12:45

hyundai_kauptun

Hjólreiðafélagið Bjartur hefur veg og vanda af lagningu hjólaleiðanna sem verða með breyttu sniði og meira krefjandi fyrir keppnisflokka kvenna og karla en eins og í fyrra verður sérstök áhersla lögð á að hjólaleiðin fyrir fjölskylduna sé skemmtileg upplifun með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum þar sem fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf akstursleiðir bíla.

Flokkar og tímasetning

Keppt verður í flokki karla og kvenna. Keppnisflokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 15 km. langa braut um Moldargötur og inn á Grásteinsstíg. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega leið í umhverfi Heiðmerkur.

Glæsileg verðlaun

Fyrstu verðlaun í flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Grillmarkaðinn að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

TRI CUBE

Reiðhjólaverslunin TRI umboðsaðili CUBE verður með aðstöðutjald og útstillingar á nýjum hjólum á staðnum. Þátttakendur geta fengið aðstoð fagmanna og ráðleggingar um stillingar og grunnviðhald hjólanna auk þess sem CUBE stendur fyrir 1 km sprettþraut verður haldin í sýningarsal Hyundai. Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning

Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á hjóladaginn sjálfan laugardaginn 23. maí. Vinsamleg ábending til þeirra sem skjá sig hjá Hyundai á laugardeginum er að mæta ekki síðar en 11:15

Grillveisla og verðlaunaafhending

Að keppni lokinni, meðan verðlaunaafhendingin fer fram, býður Hyundai og Hjólreiðafélagið Bjartur öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.