Header

Æfinga- og skemmtibúðir Bjarts í sveitinni

maí 14th, 2014 | Posted by admin in Allgemein

img_4468

Bjartur ætlar í Skorradal 31. maí – 1. júní, eins og áður verðum við í tveimur sumarbústöðum í landi Vatnsenda sem er að norðan verðu við vatnið. Stefnan er að við hittumst við Ásvallalaug kl. 8:30 á laugardagsmorgni 31. maí og förum af stað þaðan ekki síðar en kl. 8:45 og byrjum að hjóla um kl 11. Að öllum líkindum förum við línuveg upp úr Skorradal og niður Lundareykjadal þann dag og um kvöldið grillum við saman feita hamborgara og drekkum „recovery“ drykki og látum þreytuna líða úr skrokknum í heita pottinum.

Á sunnudeginum verður ræst með kjarngóðum morgunverði og svo förum við annað hvort hringinn í kring um vatnið eða á skógarstíga. Áætluð heimkoma er um kaffileytið. Kostnaður á mann er 2.000,- kr. Svo sameinast menn í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á föstudeginum verður einnig ferð úr bænum um kl. 19 og þá yrðri tekinn auka hjólatúr í dalnum eða nágrenni hans um kvöldið, en þá þarf að hafa nesti fyrir kvöldið og laugardagsmorguninn.

Athugið að það er takmarkað gistirými við ca: 25 í rúmi/koju, svo fyrstur kemur fyrstur fær rúm/koju. Einhverjir gætu því þurft að láta sér duga dýnu á gólfi. Svo er líka í boði að mæta bara annanhvorn daginn og sleppa gistingunni.

Varðandi flutning á hjólunum, þá erum við með toppgrindur, grindur til að hengja á dráttarkúlur og svo kerrur, þannig að það ættu öll hjól að komast auðveldlega með.

Fararstjórar: Jóhann j.samsonarson@gmail.com og Hallgrímur hallithorvalds@gmail.com

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//