Header

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts

mars 5th, 2015 | Posted by admin in Allgemein

Ágæti félagi.

Aðalfundur Hjólreiðafélagsins Bjarts verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015 n.k. og verður fundurinn haldinn í elin.is og hefst stundvíslega kl. 20:30 með skýrslu stjórnar.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins og er eftirfarandi:

 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 10. grein.
 6. Kosning í 5 manna stjórn félagsins;
  1. kosinn formaður,
  2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn.
 7. Kosning tveggja varamanna.
 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 9. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda.
 10. Önnur mál.

Fundi verður slitið í síðasta lagi kl. 22 og er þá er hugmyndin að færa sig niður í bæ á Silfrið og fagna komandi sumri.


f.h. stjórnar Bjarts

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.

//